Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   þri 13. febrúar 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Zielinski fylgir Taremi til Inter
Mynd: Getty Images

Fabrizio Romano greinir frá því að félagaskipti Piotr Zielinski til Inter séu svo gott sem klár.


Þessi 29 ára gamli miðjumaður mun ganga til liðs við Inter í sumar en hann mun skrifa undir langtíma samning við félagið en hann kemur frá Napoli.

Hann hefur þegar gert munnlegt samkomulag við félagið og gengið í gegnum læknisskoðun.

Inter hefur því þegar gengið frá tveimur félagaskiptum fyrir sumarið en framherjinn Mehdi Taremi mun ganga til liðs við félagið frá Porto í sumar.


Athugasemdir
banner