Fabrizio Romano greinir frá því að félagaskipti Piotr Zielinski til Inter séu svo gott sem klár.
Þessi 29 ára gamli miðjumaður mun ganga til liðs við Inter í sumar en hann mun skrifa undir langtíma samning við félagið en hann kemur frá Napoli.
Hann hefur þegar gert munnlegt samkomulag við félagið og gengið í gegnum læknisskoðun.
Inter hefur því þegar gengið frá tveimur félagaskiptum fyrir sumarið en framherjinn Mehdi Taremi mun ganga til liðs við félagið frá Porto í sumar.
Athugasemdir