Evrópsk félagslið keppast um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag og í kvöld og eru nokkur stórlið sem mæta til leiks, auk þriggja Íslendingaliða.
Íslendingarnir spila allir í fyrri leikjum dagsins, þar sem Elías Rafn Ólafsson og Orri Steinn Óskarsson mætast í Íslendingaslag í Danmörku.
Midtjylland tekur þar á móti Real Sociedad í áhugaverðum slag sem fer fram á sama tíma og útileikur Ajax gegn Royale Union Saint-Gilloise. Kristian Nökkvi Hlynsson gæti verið valinn í leikmannahópinn hjá Ajax.
Lærisveinar José Mourinho í stjörnum prýddu liði Fenerbahce eiga heimaleik við Anderlecht í dag og í kvöld mætir hitt stórveldið úr tyrkneska boltanum, Galatasaray, til leiks á útivelli gegn AZ Alkmaar.
FC Porto tekur á móti AS Roma í stórleik kvöldsins og þá eigast FC Twente og Bodö/Glimt við í slag tveggja fyrrum félagsliða Alfons Sampsted, sem leikur fyrir Birmingham City á láni frá Twente í dag.
Leikir dagsins
17:45 Ferencvaros - Plzen
17:45 St. Gilloise - Ajax
17:45 Midtjylland - Real Sociedad
17:45 Fenerbahce - Anderlecht
20:00 Twente - Bodo/Glimt
20:00 AZ Alkmaar - Galatasaray
20:00 PAOK - Steaua Bucharest
20:00 Porto - Roma
Athugasemdir