Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
   fim 13. febrúar 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Víkingur spilar fyrri leikinn við Panathinaikos
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Panathinaikos
Það mæta sjö íslensk lið til leiks í keppnisleiki í dag þar sem þrír leikir eru á dagskrá í Lengjubikarnum eftir að Víkingur R. spilar við gríska stórveldið Panathinaikos í Sambandsdeildinni.

Víkingur er að keppa í umspili um sæti í útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar en fyrri leikurinn fer fram í Helsinki, höfuðborg Finnlands, vegna óviðunandi vallaraðstæðna hér á landi. Seinni leikurinn fer svo fram á heimavelli Panathinaikos í Aþenu að viku liðinni.

Víkingar gerðu flotta hluti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar og halda áfram að skrifa sig á spjöld sögunnar. Til gamans má geta að íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason er mikilvægur hlekkur í varnarlínu Panathinaikos og þá hefur Hörður Björgvin Magnússon verið á mála hjá félaginu í mörg ár en er fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Í Lengjubikarnum á Stokkseyri heimaleik við KÁ í C-deild karla á meðan Haukar spila við Gróttu og Afturelding tekur á móti sameinuðu liði Grindavíkur og Njarðvíkur í B-deild kvenna.

Sambandsdeildin
17:45 Víkingur R. - Panathinaikos (Bolt Arena)

Lengjubikar karla - C-deild, riðill 4
20:00 Stokkseyri-KÁ (JÁVERK-völlurinn)

Lengjubikar kvenna - B-deild
19:00 Haukar-Grótta (BIRTU völlurinn)
19:30 Afturelding-Grindavík/Njarðvík (Malbikstöðin að Varmá)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner