Ítalski stjórinn fyrrverandi, Fabio Capello, var í athyglisverðu viðtali við spænska miðilinn El Mundo þar sem hann hraunaði yfir Pep Guardiola.
Capello stýrði m.a. Real Madrid og enska landsliðinu en hann var stjóri Roma frá 1999-2004. Guardiola var leikmaður Roma tímabilið 2002-2003.
Capello sagði frá því í viðtalinu að Guardiola ætti það til að koma á skrifstofuna og segja Capello hvernig hann ætti að gera hlutina. Capello hlustaði ekki á það. Hann gagnrýnir hann fyrir hugmyndir sínar í þjálfarafræðunum.
Capello stýrði m.a. Real Madrid og enska landsliðinu en hann var stjóri Roma frá 1999-2004. Guardiola var leikmaður Roma tímabilið 2002-2003.
Capello sagði frá því í viðtalinu að Guardiola ætti það til að koma á skrifstofuna og segja Capello hvernig hann ætti að gera hlutina. Capello hlustaði ekki á það. Hann gagnrýnir hann fyrir hugmyndir sínar í þjálfarafræðunum.
„Veistu hvað ég kann ekki að meta við Guardiola? Hrokinn. Meistaradeildartitillinn hans með City er sá eini þar sem hann reyndi ekki að gera eitthvað sniðugt í mikilvægum leikjum. Annars vildi hann alltaf vera hetjan, bæði í Manchester og Munchen. Hann myndi finna upp á einhverju nýju svo hann gæti sagt: 'Það eru ekki leikmennirnir sem vinna heldur ég,'" Sagði Capello.
„Hann hefur skaðað fótboltann. Allir eyddu tíu árum í að reyna herma eftir honum. Það eyðilagði ítalska boltann sem missti eðlið sitt. Ég sagði: Hættið þið eruð ekki með leikmennina hans Guardiola."
"Hörmung og líka leiðindi sem urðu til þess að margir flúðu frá fótbolta, þeir þurfa bara að horfa á helstu atriðin, af hverju ætlarðu að horfa á 90 mínútur af sendingum og láréttum sendingum án þess að berjast, án þess að hlaupa...? Sem betur fer er fótboltinn að breytast. Í fyrsta lagi breytti Spánn því með því að vinna Evrópumeistaratitilinn með tveimur kantmönnum og spila hratt."
Athugasemdir