Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 13. apríl 2021 16:30
Magnús Már Einarsson
Klopp: Ekki sjálfgefið að ná endurkomu
„Þegar þú ert 3-1 undir þá er eins og þú sért úr leik. Það þýðir samt ekki að við höfum miklu að tapa. Við munum reyna," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, á fréttamannafundi í dag fyrir síðari leikinn gegn Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fyrir tveimur árum náði Liverpool að vinna Barcelona 4-0 á heimavelli eftir að hafa tapað fyrri leiknum 3-0. Nú fær liðið Real Madrid í heimsókn eftir 3-1 tap. Engir áhorfendur eru hins vegar á Anfield að þessu sinni.

„Þú nærð ekki endurkomu bara af því að þú hefur náð endurkomu í fortíðinni. Þú átt bara möguleika ef þú spilar góðan fótbolta núna."

„Besta staðan væri ef við hefðum ekki sett okkur í þá stöðu að þurfa endurkomu."

„Það er ekki sjálfgefið að ná endurkomu, sérstaklega án áhorfenda á leikvanginum. Við þurfum að skapa okkar eigið andrúmsloft fyrir þennan leik og við munum gera það."

Athugasemdir
banner