Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   þri 13. apríl 2021 20:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sviss á EM eftir vítaspyrnukeppni - Norður-Írar einnig á EM
Kvenaboltinn
Norður-Írland og Sviss verða á meðal þátttökuþjóða á EM á Englandi næsta sumar. Þetta var ljóst eftir umspilsleiki í dag.

Norður-Írland vann Úkraínu 2-0 í Belfast í dag. Marissa Callaghan skoraði fyrra mark leiksins á 55. mínútu og endaði einvígið 4-1 samanlagt þar sem Norður-Írland vann fyrri leikinn 2-1. Natiya Pantsulaya fékk að líta rauða spjaldið í liði Úkraínu undir lok leiks í dag og í uppbótartíma skoraði Nadene Caldwell annað mark Norður-Íra.

Sviss og Tékkland gerðu 1-1 jafntefli í Thun í dag. Það voru sömu úrslit og í fyrri leik liðanna og því var gripið til framlengingar.

Í framlengingunni var ekkert skorað og því þurfti að komast að niðurstöðu með vítaspyrnukeppni.

Sviss klikkaði sínum fyrstu tveimur spyrnum og Tékkar á sinni fyrstu. Sviss skoraði úr síðustu þremur spyrnum sínum á meðan Tékkar skoruðu úr annarri og þriðju spyrnu sinni áður en fjórða og fimmta spyrnan fór forgörðum. Sviss vann 3-2 í vítaspyrnukeppninni.

Sviss fer því á EM ásamt Norður-Írlandi. Fyrr í dag komst Rússland áfram á kostnað Porúgal og þá höfðu tólf þjóðir tryggt sig inn á mótið ásamt Englandi sem heldur keppnina. Ísland verður meðal þátttökuþjóða í keppninni sem upphaflega átti að fara fram í sumar en var frestað vegna heimsfaradursins.
Athugasemdir
banner
banner