Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, var í skýjunum með að skora sigurmark liðsins í 2-1 sigrinum á West Ham á Anfield í dag og um leið hjálpa liðinu að færast nær 20. Englandsmeistaratitlinum.
Stuttu fyrir sigurmark Hollendingsins gerðu hann og Andy Robertson klaufaleg mistök í eigin teig sem varð til þess að West Ham jafnaði metin en Van Dijk bætti upp fyrir það með góðum skalla eftir hornspyrnu.
„Ég heyrði Robertson kalla, en því miður gerast svona hlutir og það þurfti að leiðrétta það og sem betur fer gerðum við það. Við höfum fengið svo mörg föst leikatriði og æfum hornin mikið. Við renyum að vera mikilvægir í þessum atriðum og loksins gat ég skorað sigurmarkið,“ sagði Van Dijk við Sky.
Hann var spurður hvort það væru einhverjar fregnir varðandi samningamálin en vildi lítið gefa upp. Hann gaf þó fólki smá vísbendingu í lok viðtalsins, enda hafa allir miðlar greint frá því að hann sé búinn að ná samkomulagi um nýjan samning og er aðeins tímaspursmál hvenær það verður tilkynnt.
„Ég get sagt að ég er mjög stoltur að spila minn 100. leik með bandið fyrir Liverpool. Þetta var tilfinningaríkur dagur vegna Hillsborough-slyssins
„Aðalmarkmiðið var að ná í þrjú stig og komast nær draumnum og ekki bara fyrir leikmenn og þjálfara heldur fyrir alla þá sem tengjast Liverpool FC.“
„Það vita allir hversu mikið ég elska þetta félag, en sjáum til hvernig næsta vika mun líta út,“ sagði Van Dijk og gaf þar vísbendingu um að það sé stutt í að Liverpool tilkynni að hann verði áfram hjá félaginu.
Athugasemdir