Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 13. maí 2021 22:37
Sverrir Örn Einarsson
Jói Kalli: Menn vildu bara passa það að gera ekki skaðann verri
Jóhannes Karl Guðjónsson
Jóhannes Karl Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frekar spes en ég var samt sem áður ánægður með mína menn sem lögðu mikið í þetta verkefni. En erfitt að missa mann útaf og það voru meiðsli sem voru að trufla okkur líka,“
sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA eftir 5-1 tap sinna manna gegn FH í Kaplakrika fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 5 -  1 ÍA

Í upphafi síðari hálfleiks varð óhugnalegt atvik þegar Sindri Snær Magnússon varð fyrir því sem virtist alvarlegum meiðslum. Leikurinn var stopp í um stundarfjórðung og afréðu menn sem huguðu að Sindra að hreyfa hann ekki fyrr en sjúkrabíll væri mættur á vettvang. Hafði Jóhannes heyrt af Sindra skömmu eftir leik þegar viðtalið var tekið?

„Nei því miður. Hann var bara sárþjáður þarna inná vellinum og menn vildu bara passa það að gera ekki skaðann verri og fá sjúkrabíl og við vitum ekki meira. VIð vonum það besta og að hann verði fljótur að jafna sig og koma sér aftur út á völl.“

Það voru ekki einu meiðslin sem Skagamenn urðuð fyrir en undir lok leiks þurfti Árni Snær Ólafsson að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og þar sem ÍA var búið með skiptingar sínar fór Þórður Þorsteinn Þórðarson í markið.

„VIð erum skíthræddir um að hann hafi skaddað eitthvað í hásin. Árni er á leið upp á sjúkrahús núna þannig að við þurfum að bíða og sjá hvað kemur út úr því.“

Sagði Jóhannes en allt viðtalið má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars rauða spjaldið.
Athugasemdir