Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   fim 13. maí 2021 22:37
Sverrir Örn Einarsson
Jói Kalli: Menn vildu bara passa það að gera ekki skaðann verri
Jóhannes Karl Guðjónsson
Jóhannes Karl Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frekar spes en ég var samt sem áður ánægður með mína menn sem lögðu mikið í þetta verkefni. En erfitt að missa mann útaf og það voru meiðsli sem voru að trufla okkur líka,“
sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA eftir 5-1 tap sinna manna gegn FH í Kaplakrika fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 5 -  1 ÍA

Í upphafi síðari hálfleiks varð óhugnalegt atvik þegar Sindri Snær Magnússon varð fyrir því sem virtist alvarlegum meiðslum. Leikurinn var stopp í um stundarfjórðung og afréðu menn sem huguðu að Sindra að hreyfa hann ekki fyrr en sjúkrabíll væri mættur á vettvang. Hafði Jóhannes heyrt af Sindra skömmu eftir leik þegar viðtalið var tekið?

„Nei því miður. Hann var bara sárþjáður þarna inná vellinum og menn vildu bara passa það að gera ekki skaðann verri og fá sjúkrabíl og við vitum ekki meira. VIð vonum það besta og að hann verði fljótur að jafna sig og koma sér aftur út á völl.“

Það voru ekki einu meiðslin sem Skagamenn urðuð fyrir en undir lok leiks þurfti Árni Snær Ólafsson að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og þar sem ÍA var búið með skiptingar sínar fór Þórður Þorsteinn Þórðarson í markið.

„VIð erum skíthræddir um að hann hafi skaddað eitthvað í hásin. Árni er á leið upp á sjúkrahús núna þannig að við þurfum að bíða og sjá hvað kemur út úr því.“

Sagði Jóhannes en allt viðtalið má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars rauða spjaldið.
Athugasemdir
banner
banner