Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fim 13. maí 2021 22:37
Sverrir Örn Einarsson
Jói Kalli: Menn vildu bara passa það að gera ekki skaðann verri
Jóhannes Karl Guðjónsson
Jóhannes Karl Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frekar spes en ég var samt sem áður ánægður með mína menn sem lögðu mikið í þetta verkefni. En erfitt að missa mann útaf og það voru meiðsli sem voru að trufla okkur líka,“
sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA eftir 5-1 tap sinna manna gegn FH í Kaplakrika fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 5 -  1 ÍA

Í upphafi síðari hálfleiks varð óhugnalegt atvik þegar Sindri Snær Magnússon varð fyrir því sem virtist alvarlegum meiðslum. Leikurinn var stopp í um stundarfjórðung og afréðu menn sem huguðu að Sindra að hreyfa hann ekki fyrr en sjúkrabíll væri mættur á vettvang. Hafði Jóhannes heyrt af Sindra skömmu eftir leik þegar viðtalið var tekið?

„Nei því miður. Hann var bara sárþjáður þarna inná vellinum og menn vildu bara passa það að gera ekki skaðann verri og fá sjúkrabíl og við vitum ekki meira. VIð vonum það besta og að hann verði fljótur að jafna sig og koma sér aftur út á völl.“

Það voru ekki einu meiðslin sem Skagamenn urðuð fyrir en undir lok leiks þurfti Árni Snær Ólafsson að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og þar sem ÍA var búið með skiptingar sínar fór Þórður Þorsteinn Þórðarson í markið.

„VIð erum skíthræddir um að hann hafi skaddað eitthvað í hásin. Árni er á leið upp á sjúkrahús núna þannig að við þurfum að bíða og sjá hvað kemur út úr því.“

Sagði Jóhannes en allt viðtalið má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars rauða spjaldið.
Athugasemdir
banner