Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
banner
   fös 13. maí 2022 22:34
Hafliði Breiðfjörð
Kalli: Pappírsvinna föst í ráðuneyti í of langan tíma
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari KR í vesturbænum í kvöld.
Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari KR í vesturbænum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Úr stúkunni í kvöld.
Úr stúkunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Við vissum að það er yfirleitt ekki auðvelt að mæta Blikum en engu að síður sá ég margt jákvætt í okkar leik í dag. Það var skref upp á við í mörgum þáttum svo við ætlum ekki að gráta þennan leik lengi. Við tökum úr honum það sem við getum og höldum áfram," sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari KR eftir 0-4 tap gegn Breiðabliki í Bestu-deild kvenna í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 0 -  4 Breiðablik

„Þetta var vaxandi, við vorum að taka inn svolítið af nýjum leikmönnum. Afþví þær voru ekki með leikheimild í byrjun móts hafa þær ekki spilað síðan í æfingaleikjum fyrir mót. Það var langt síðan þær spiluðu og tók þær smá tíma að komast inn í þetta. Heilt yfir sköpuðum við fleiri færi í dag en við höfum gert í síðustu tveimur leikjum samtals. Það er jákvætt."

Þarna var Kalli að tala um áströlsku leikmennina Rasamee Phonsongkham og Marcella Marie Barberic sem komu til KR í byrjun apríl en fengu loksins leikheimild með liðinu í vikunni og máttu því spila með liðinu í kvöld. En hvert var vandamálið, afhverju gekk þetta ekki fyrr?

„Ég sinni ósköp lítilli pappírsvinnu á skrifstofu KR svo það er erfitt að spyrja mig en mér skilst að það hafi snúist um atvinnuleyfi og einhverja pappírsvinnu sem var föst í einhverju ráðuneyti í of langan tíma," sagði hann en var ekki pirrandi að þurfa að bíða allan þennan tíma eftir stjórnsýslunni?

„Að sjálfsögðu er það mjög pirrandi og erfitt því við erum með þessa leikmenn á öllum æfingum hjá okkur og þær spila tvo síðustu leikina fyrir Íslandsmótið. Svo átti ég von á þeim fyrir hvern einasta leik svo undirbúningur fyrir leiki tók svolítið mið af því. Það er verulega erfið staða en það er búið að leysa það og við verðum að horfa fram á veginn í þeim málum."

KR fékk sænska markvörðinn Cornelia Baldi Sundelius til liðs við sig í gær en hún er fædd árið 1999 og var varamarkvörður Norrköping í næst efstu deild í Svíþjóð í fyrra. En afhverju var KR að sækja hana?

„Það vill þannig til að hún er kærasta Pondus Lindgren sem Rúnar (Kristinsson þjálfari karlaliðsins) sótti. Hann sótti kannski 2 fyrir 1. Það er bara frábært. Hún er nýlega komin og eykur breiddina hjá okkur og er góður kostur að koma inn með Björk (Björnsdóttur) í þetta. Hún býður upp á góða kosti ef eitthvað kemur upp á í þeirri stöðu. Hún er ungur markmaður með litla reynslu og við eigum eftir að sjá hvað hún gerir. Hún hefur náð 2-3 æfingum hjá okkur svo við sjáum hvernig það þróast."

Staðan á hópnum hjá KR er mjög góð en í dag vantaði Ísabellu Söru Tryggvadóttir sem er í Portúgal með U16 landsliðinu og Hildi Lilju Ágústsdóttur sem er á láni frá Breiðabliki og mátti því ekki spila í dag.

„Hópurinn er 100% heill, Hildur Lilja mátti ekki spila í dag því hún er á láni frá Blikum og Bella er úti með 16 ára landsliðinu. Svo erum við að bíða eftir að fá þrjá leikmenn heim úr námi frá Bandaríkjunum og þá er breiddin orðin fín."

Stundum hefur verið kvartað yfir vali KSÍ á dómara á kvennaleiki en í þetta sinn var farið í efstu skúffu og Egill Arnar Sigurþórsson einn besti dómari landsins dæmdi leikinn.

„Ég var mjög ánægður, hann dæmdi þetta vel og þegar ég var eitthvað að kvarta yfir honum þá útskýrði hann það bara. Það var frábært að fá hann í dag. Fyrst KSÍ sendi þennan í dag þá hljótum við að mega búast við þessu á öllum leikjum í sumar. Það er ekki hægt að taka til baka það sem er vel gert."


Athugasemdir
banner