Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 10. júní 2025 20:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Liverpool og Leverkusen búin að ná samkomulagi um Wirtz
Mynd: EPA
Liverpool hefur náð samkomulagi við Leverkusen um kaupverð á Florian Wirtz samkvæmt heimildum Fabrizio Romano.

Romano segir að tilboðið hljóði upp á 150 milljónir evra í heildina.

Liverpool náði samkomulagi við Wirtz fyrir um tveimur vikum síðan en félögin hafa verið í stífum viðræðum síðan.

Wirtz er nú á leið í læknisskoðun og félagaskiptin verða væntanlega staðfest á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner