Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   þri 10. júní 2025 21:39
Haraldur Örn Haraldsson
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég held að frammistaðan hafi verið fín, sérstaklega í fyrri hálfleik," sagði Jón Dagur Þorsteinsson leikmaður Íslands eftir að 1-0 tap gegn Norður-Írlandi.


Lestu um leikinn: Norður-Írland 1 -  0 Ísland

„Svo kannski dó þetta út, eftir að þeir fara að tefja leikinn. Við féllum smá í gryfjuna á því að vera ekki að halda tempóinu uppi í leiknum, og skapa okkur nóg. Frammistaðan var allt í lagi, en við þurfum náttúrulega að vinna þennan leik, en svona er þetta," sagði Jón Dagur.

Ísland byrjaði leikinn frekar vel, en það fjaraði út eftir því sem leið á seinni hálfleikinn.

„Mér leið þannig inn á vellinum. Fyrstu 30 mínúturnar fannst mér við vera að ná í góðar stöður og frammistaðan í fyrri hálfleik bara fín. Við náðum ekki alveg að fylgja þessu eftir í seinni hálfleik og vorum ekki alveg nógu hættulegir. Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja," sagði Jón Dagur.

Undankeppnin fyrir HM 2026 hefst í haust og markmið Íslands er að komast á stórmótið.

„Við ætlum allavega að gera alvöru atlögu að því. Þannig við þurfum að byrja sterkt í haust," sagði Jón Dagur

Þrátt fyrir tap, telur Jón að það sé hægt að læra ýmislegt af þessum leik.

„Það er fullt sem við getum tekið úr þessum leik sem er gott, og hlutir sem við þurfum að laga. Þannig að við förum yfir þetta og setjumst yfir þessu í næsta glugga, og keyrum á þetta í haust." sagði Jón Dagur.

Núna fara flestir landsliðsmennirnir í sumarfrí eftir langt tímabil en Jón Dagur á ekki marga daga eftir af því.

„Ég á bara tíu daga eftir, þannig það er bara golf á Íslandi og slaka á," sagði Jón Dagur.


Athugasemdir
banner