Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   þri 10. júní 2025 21:39
Haraldur Örn Haraldsson
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég held að frammistaðan hafi verið fín, sérstaklega í fyrri hálfleik," sagði Jón Dagur Þorsteinsson leikmaður Íslands eftir að 1-0 tap gegn Norður-Írlandi.


Lestu um leikinn: Norður-Írland 1 -  0 Ísland

„Svo kannski dó þetta út, eftir að þeir fara að tefja leikinn. Við féllum smá í gryfjuna á því að vera ekki að halda tempóinu uppi í leiknum, og skapa okkur nóg. Frammistaðan var allt í lagi, en við þurfum náttúrulega að vinna þennan leik, en svona er þetta," sagði Jón Dagur.

Ísland byrjaði leikinn frekar vel, en það fjaraði út eftir því sem leið á seinni hálfleikinn.

„Mér leið þannig inn á vellinum. Fyrstu 30 mínúturnar fannst mér við vera að ná í góðar stöður og frammistaðan í fyrri hálfleik bara fín. Við náðum ekki alveg að fylgja þessu eftir í seinni hálfleik og vorum ekki alveg nógu hættulegir. Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja," sagði Jón Dagur.

Undankeppnin fyrir HM 2026 hefst í haust og markmið Íslands er að komast á stórmótið.

„Við ætlum allavega að gera alvöru atlögu að því. Þannig við þurfum að byrja sterkt í haust," sagði Jón Dagur

Þrátt fyrir tap, telur Jón að það sé hægt að læra ýmislegt af þessum leik.

„Það er fullt sem við getum tekið úr þessum leik sem er gott, og hlutir sem við þurfum að laga. Þannig að við förum yfir þetta og setjumst yfir þessu í næsta glugga, og keyrum á þetta í haust." sagði Jón Dagur.

Núna fara flestir landsliðsmennirnir í sumarfrí eftir langt tímabil en Jón Dagur á ekki marga daga eftir af því.

„Ég á bara tíu daga eftir, þannig það er bara golf á Íslandi og slaka á," sagði Jón Dagur.


Athugasemdir