Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   þri 10. júní 2025 21:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði gegn Norður-Írlandi í Belfast í kvöld öðrum æfingaleik sínum í þessum glugga. Fótbolti.net ræddi við Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfara, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Norður-Írland 1 -  0 Ísland

„Mér fannst við byrja sterkt. Náðum að stjórna leiknum og gerðum stuðningsmenn þeirra mjög hljóða en náum ekki að láta kné fylgja kviði. Það vantaði miklu meiri læti á síðasta þriðjungi og meiri greddu í að vilja skora og gera leik úr þessu. Við gáfum þeim mómentið sem þeir voru að bíða eftir með slæmum tæknilegu mistökum," sagði Arnar.

„Tilfinningin mín er að strúktúrinn hafi verið mjög góður. Það var alltof mikið af tæknilegum mistökum. Boltinn var að skoppa hingað og þangað og menn voru að nýta leikstöður illa. Er það á ábyrgð þjálfarans? Það getur vel verið en það er líka leikmannana að sjá til þess að þeir séu rétt sefndir. Það var eitt og annað sem böggaði mig aðeins. Pressan var mjög góð. Við erum að færast nær því að geta haldið boltanum betur en við megum samt ekki breytast í lið sem er í reitarbolta og það kemur ekkert út úr því. Við verðum að sýna meiri ákefð og koma okkur í betri færi til að verða alvöru lið."

Næsta verkefni er í september en það er undankeppni HM. Arnar minntist á æfingaleik sem liðið vann gegn Englandi í fyrra en eftir það gekk lítið upp.

„Nú unnum við Skota á Hampden, vonandi verður ekki sama upp á teningnum í haust. Að sama skapi er þetta búið að vera fínasti gluggi. Núna taka við stanslausar hugsanir, greiningar og vera miskunnarlaus. Ég sagði við strákana eftir leikinn, ég ætla að komast á HM, með eða án ykkar, vonandi með ykkur. Það verða erfiðar ákvarðanir teknar í haust, sá hópur sem verður valinn er sá hópur sem mun fara með okkur alla leið," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner