Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   þri 10. júní 2025 21:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði gegn Norður-Írlandi í Belfast í kvöld öðrum æfingaleik sínum í þessum glugga. Fótbolti.net ræddi við Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfara, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Norður-Írland 1 -  0 Ísland

„Mér fannst við byrja sterkt. Náðum að stjórna leiknum og gerðum stuðningsmenn þeirra mjög hljóða en náum ekki að láta kné fylgja kviði. Það vantaði miklu meiri læti á síðasta þriðjungi og meiri greddu í að vilja skora og gera leik úr þessu. Við gáfum þeim mómentið sem þeir voru að bíða eftir með slæmum tæknilegu mistökum," sagði Arnar.

„Tilfinningin mín er að strúktúrinn hafi verið mjög góður. Það var alltof mikið af tæknilegum mistökum. Boltinn var að skoppa hingað og þangað og menn voru að nýta leikstöður illa. Er það á ábyrgð þjálfarans? Það getur vel verið en það er líka leikmannana að sjá til þess að þeir séu rétt sefndir. Það var eitt og annað sem böggaði mig aðeins. Pressan var mjög góð. Við erum að færast nær því að geta haldið boltanum betur en við megum samt ekki breytast í lið sem er í reitarbolta og það kemur ekkert út úr því. Við verðum að sýna meiri ákefð og koma okkur í betri færi til að verða alvöru lið."

Næsta verkefni er í september en það er undankeppni HM. Arnar minntist á æfingaleik sem liðið vann gegn Englandi í fyrra en eftir það gekk lítið upp.

„Nú unnum við Skota á Hampden, vonandi verður ekki sama upp á teningnum í haust. Að sama skapi er þetta búið að vera fínasti gluggi. Núna taka við stanslausar hugsanir, greiningar og vera miskunnarlaus. Ég sagði við strákana eftir leikinn, ég ætla að komast á HM, með eða án ykkar, vonandi með ykkur. Það verða erfiðar ákvarðanir teknar í haust, sá hópur sem verður valinn er sá hópur sem mun fara með okkur alla leið," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner