Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   þri 10. júní 2025 21:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Daníel Leó: Vorum heppnir að fá ekki á okkur annað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við byrjum vel, náðum að pressa þá hátt og náðum að halda boltanum vel. Við náðum kannski ekki að koma okkur góðar stöður ofarlega á vellinum," sagði Daníel Leó Grétarsson eftir tap íslenska landsliðsins gegn Norður-Írlandi í æfingaleik í Belfast í kvöld.

Lestu um leikinn: Norður-Írland 1 -  0 Ísland

„Fyrstu 20-30 mínúturnar voru góðar en svo fá þeir móment með sér og enda hálfleikinn vel. Við fáum mark á okkur og vorum heppnir að fá ekki á okkur annað. "

Daníel Leó var að spila sinn fyrsta landsleik undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar.

„Þetta er fyrsta verkefnið sem ég með nýjum þjálfara. Auðvitað tekur það tíma að komast inn í kerfið, erum að spila allt öðruvísi en ég er vanur. Mér fannst ég koma ágætlega inn í þetta, fá sjálfstraustið til að stíga ofar á völlinn með boltann og fá að kynnast liðinu í þessum leikstíl."

Næst á dagskrá hjá íslenska liðinu er undankeppni HM sem hefst í september. Fyrsti leeikur er heimaleikur gegn Aserbaísjan og svo útileikur gegn Frakklandi.

„Við erum með gott lið og eigum góða möguleika. Við förum með gott sjálfstraust inn í þetta mót og vitum hvað við getum," sagði Daníel Leó.
Athugasemdir
banner
banner