Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 11. júní 2025 09:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Christian Bjarmi handleggsbrotinn
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Grindavík greindi frá því í gær að leikmaður liðsins, Christian Bjarmi Alexandersson, væri handleggsbrotinn.

Christian Bjarmi er fæddur árið 2007 og lék í síðustu viku sinn fyrsta unglingalandsleik þegar hann kom inn á í leik U19 landsliðsins gegn Englandi í vináttulandsleik.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  1 HK

Hann er varnarmaður sem þurfti að fara af velli á 53. mínútu í leik Grindavíkur gegn HK á mánudag.

„Tumi með þrumuskot innan vítateigs Grindavíkur sem fer af Christian Bjarma og aftur fyrir, hornspyrna dæmd. Tumi er ósáttur við dómara leiksins og vil meina að boltinn hafi farið af hönd Christians, sem liggur þó óvígur eftir á vellinum. Eftir dágóða stund er farið með Christian beint af velli og inn í búningsklefa," skrifaði Atli Arason í textalýsingu frá leiknum,

Ekki er tekið fram hversu lengi byrjunarliðsmaðurinn Christian Bjarmi verður frá.

Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 10 6 4 0 18 - 5 +13 22
2.    Njarðvík 10 5 5 0 24 - 10 +14 20
3.    HK 10 5 3 2 19 - 11 +8 18
4.    Þór 10 5 2 3 25 - 17 +8 17
5.    Þróttur R. 10 4 3 3 18 - 17 +1 15
6.    Völsungur 10 4 1 5 16 - 23 -7 13
7.    Keflavík 9 3 3 3 16 - 12 +4 12
8.    Grindavík 9 3 2 4 23 - 25 -2 11
9.    Fylkir 10 2 4 4 14 - 15 -1 10
10.    Leiknir R. 10 2 3 5 12 - 24 -12 9
11.    Selfoss 10 2 1 7 8 - 21 -13 7
12.    Fjölnir 10 1 3 6 11 - 24 -13 6
Athugasemdir
banner