Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 13. júní 2022 18:21
Brynjar Ingi Erluson
Ætla að sýna Íslendingum að þetta sé alvöru lið - „Við ætlum að vinna"
Jóhannes Karl Guðjónsson og Arnar Þór VIðarsson
Jóhannes Karl Guðjónsson og Arnar Þór VIðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, ræddi við Gunnar Ormslev á Viaplay fyrir leik Íslands gegn Ísrael í Þjóðadeildinni.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Ísrael

Íslenska liðið er með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina en Ísrael er á toppnum með fjögur stig.

Það hefur verið mikil neikvæð umræða í kringum íslenska liðið að undanförnu en Jóhannes vonast til að leikmenn nái að fá Íslendinga á sitt band og vinna leikinn í kvöld.

„Við vitum að Ísrael er með hörkugott fótboltalið og geta verið hættulegir, spila fínan fótbolta en það er það sem við ætlum að koma í veg fyrir."

„Við ætluðum að pressa þá til að byrja með og taka stjórn á leiknum, vera beinskeyttir og láta þá hlaupa frá eigin marki. Þegar við erum búnir að ógna nokkrum sinnum aftur fyrir þá ætlum við að spila okkar leik.

Við erum að fara inn í þennan leik til að vinna hann og kom öflugir í seinni hálfleik á móti Albönum á heimavelli og það er hugarfar sem við ætlum að temja okkur. Þegar við byrjum leikinn þá eiga andstæðingar okkar að finna það, sama hverjir það eru, þeir eru að spila við Ísland og það verður drulluerfiður leikur og það er okkar plan í dag. Við ætlum að vinna þennan leik í dag og fara á toppinn í riðlinum."

„Frábærir. Þeir eru miklir fagmenn og góðir í því sem þeir gera, það eru hörkugæði í þessum hóp líka og þau eiga eftir að koma hægt og rólega og fólk á eftir að sjá það. Við ætlum að sýna Íslendingum að við séum alvörulið og það sé alvöru liðsheild hjá okkur. Þetta eru hörkukarakterar þó þeir séu ungir og vona að við sýnum okkar rétta andlit í dag,"
sagði Jói Kalli við Viaplay.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner