Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 13. júní 2022 07:30
Elvar Geir Magnússon
Juve telur öruggt að Pogba kemur - Eriksen ætlar að yfirgefa Brentford
Powerade
Pogba snýr aftur til Juventus.
Pogba snýr aftur til Juventus.
Mynd: Getty Images
Eriksen ætlar ekki að vera áfram hjá Brentford.
Eriksen ætlar ekki að vera áfram hjá Brentford.
Mynd: EPA
Milan Skriniar, varnarmaður Inter.
Milan Skriniar, varnarmaður Inter.
Mynd: EPA
Það bárust stórar fréttir í nótt þegar Benfica staðfesti samkomulag við Liverpool um úrúgvæska framherjann Darwin Nunez.

En yfir í slúðrið. Pogba, Bergwijn, Kenny, Eriksen, Slonina, De Jong og fleiri í pakkanum í dag.

Juventus telur nokkuð öruggt að franski miðjumaðurinn Paul Pogba (29) gangi til liðs við félagið að nýju. Pogba mun gera fjögurra ára samning. (Fabrizio Romano)

Steven Bergwijn (25), leikmaður Tottenham, segist hafa áhuga frá mörgum félögum. Hann virðist á förum frá Spurs og Ajax hefur átt í viðræðum um hollenska vængmanninn. (90min)

Enski hægri bakvörðurinn Jonjoe Kenny (25) er á leið til Hertha Berlín á frjálsri sölu frá Everton. (Bild)

Danski miðjumaðurinn Christian Eriksen (30) hefur ákveðið að yfirgefa Brentford. Tottenham Hotspur og Manchester United hafa áhuga. (Express)

Manchester United er að vinna í því að fá brasilíska vængmanninn Antony (22) frá Ajax og hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong (25) frá Barcelona. (TalkSport)

Chelsea er nálægt því að fá bandaríska markvörðinn Gabriel Slonina (18) frá Chicago Fire. Tilboði Real Madrid upp á 8,5 milljónir punda var hafnað. (Fabrizio Romano)

Leeds United er að vinna baráttuna um argentínska framherjann Valentin Castellanos (23) hjá New York City. (Give Me Sport)

Ef franski varnarmaðurinn Jules Kounde (23) yfirgefur Sevilla og gengur í raðir Chelsea þá mun Barcelona skoða að fá Kalidou Koulibaly (30) en Napoli vill fá að minnsta kostir 34 milljónir punda fyrir senegalska varnarmanninn. (Mundo Deportivo)

Inter er að fá Paulo Dybala (28) á frjálsri sölu frá Juventus en argentínski sóknarleikmaðurinn mun gera þriggja ára samning. (Goal)

34 milljóna punda tilboði Paris St-Germain í slóvakíska varnarmanninn Milan Skriniar (27) var hafnað af Inter. Ítalska félagið gæti samþykkt 51 milljón punda tilboð. (Gazzetta dello Sport)

River Plate í Argentínu hefur haft samband við úrúgvæska sóknarmanninn Luis Suarez (35) en hann mun yfirgefa Atletico Madrid á frjálsri sölu í sumar. (Tuttosport)

Newcastle hyggst berjast við Juventus og AC Milan um kaup á ítalska miðjumanninum Nicolo Zaniolo (22) frá Roma. (Gazetta dello Sport)

James McAtee (19), miðjumaður Manchester City og enska U21 landsliðsins, mun ræða við Huddersfield Town um mögulegan eins árs lánssamning. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner