Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 13. júní 2022 19:03
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu glæsilegt skallamark Jóns Dags gegn Ísrael
Jón Dagur stangar boltann í netið
Jón Dagur stangar boltann í netið
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland er komið í 1-0 gegn Ísrael í B-deild Þjóðadeildarinnar en það var Jón Dagur Þorsteinsson sem gerði það með kröftugum skalla á 9. mínútu.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Ísrael

Hörður Björgvin Magnússon tók langt innkast inn í teig og tókst Daníel Leó Grétarssyni að flikka honum aftur fyrir á Jón Dag sem stökk hátt upp og stangaði boltann yfir markvörð Ísraels.

Glæsilegt mark og Ísland komið yfir. Íslenska liðið hefur pressað hátt á gestina og líklegir til að bæta við öðru marki.

Hægt er að sjá markið með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Sjáðu markið hér
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner