Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   fim 13. júní 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Zerbi að taka við Marseille
Roberto De Zerbi.
Roberto De Zerbi.
Mynd: Getty Images
Roberto De Zerbi, fyrrum stjóri Brighton, er í viðræðum við franska félagið Marseille og ganga þær vel.

Marseille hefur gert De Zerbi tilboð um að taka við liðinu en samkomulag er ekki enn í höfn þó það nálgist.

De Zerbi er líklegastur til að taka við Marseille samkvæmt Fabrizio Romano.

De Zerbi, sem er 45 ára gamall, gerði ágætis hluti með Brighton en ákvað að hætta þar eftir tímabilið sem var að klárast.

Hann hefur verið orðaður við ýmis störf hjá stórum félögum en líklegt er núna að hann taki við Marseille sem hafnaði í áttunda sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner