Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fim 13. júní 2024 21:11
Ívan Guðjón Baldursson
Mjólkurbikarinn: Þægilegt fyrir Víking gegn Fylki
Úr bikarleiknum í Víkinni.
Úr bikarleiknum í Víkinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danijel Djuric skoraði tvö mörk.
Danijel Djuric skoraði tvö mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 3 - 1 Fylkir
1-0 Danijel Dejan Djuric ('31)
2-0 Danijel Dejan Djuric ('35)
3-0 Valdimar Þór Ingimundarson ('58)
3-1 Pálmi Rafn Arinbjörnsson ('88, sjálfsmark)

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Fylkir

Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Víkings R. eru komnir í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir þægilegan sigur á heimavelli gegn Fylki í kvöld.

Danijel Dejan Djuric, sem var nýlega úrskurðaður í tveggja leikja bann í Bestu deildinni, skoraði tvennu í fyrri hálfleik.

Fyrra markið skoraði Danijel eftir skemmtilega útfærslu á hornspyrnu og það seinna gerði hann fjórum mínútum síðar, eftir fyrirgjöf frá Helga Guðjónssyni.

Staðan var 2-0 í leikhlé þar sem færanýting heimamanna gerði gæfumuninn og bætti Valdimar Þór Ingimundarson þriðja markinu við á 58. mínútu. Valdimar Þór skoraði þar gegn uppeldisfélaginu sínu til að innsigla sigur Víkings.

Danijel reyndi að fullkomna þrennu en það gekk ekki upp. Þess í stað minnkuðu gestirnir úr Árbænum muninn með marki á 88. mínútu, þegar Pálmi Rafn Arinbjörnsson markvörður missti boltann inn úr hornspyrnu og fékk skráð sjálfsmark. Annað sjálfsmarkið sem Pálmi skorar á heimavelli í röð.

Fylkismenn sóttu stíft á lokamínútum leiksins og fengu meðal annars dauðafæri sem Ómar Björn Stefánsson klúðraði. Lokatölur urðu 3-1 og tryggja Víkingar sig í undanúrslit Mjólkurbikarsins enn eina ferðina.

Valur, Stjarnan og KA eru einnig komin í undanúrslitin í ár en dregið verður á eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner