Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fim 13. júní 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Terzic: Sársaukafull ákvörðun
Mynd: Getty Images
Edin Terzic, fyrrum stjóri Dortmund, hefur tjáð sig eftir tíðindin óvæntu í dag en Dortmund tilkynnti fyrir um klukkutíma síðan að Terzic hefði óskað eftir því að hætta sem stjóri liðsins og væri farinn frá félaginu.

„Það er ótrúlega sárt fyrir mig að segja þetta við alla svarta og gula aðdáandur, en í dag er ég að segja skilið við Borussia Dortmund."

„Það var rosalega mikill heiður að vinna þýska bikarinn og að leiða þetta frábæra félag í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Eftir leikinn á Wembley óskaði ég eftir fundi með stjórninni, því eftir tíu ár hjá Dortmund, þar af fimm í þjálfarateyminu og tvö og hálft ár sem aðalþjálfari, þá fannst mér að nýr kafli hjá Dortmund ætti að hefjast með nýjum manni í brúnni."

„Allir sem eru nánir mér vita að þetta er mjög erfið ákvörðun fyrir mig, en eftir miklar samræður þá hefur tilfinning mín ekki breyst. Ég óska Dortmund alls hins besta, ég er ekki að segja bless - við sjáumst fljótlega,"
segir Terzic.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner