Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fim 13. júní 2024 20:36
Elvar Geir Magnússon
Vildi ekki taka áhættu með Benedikt Daríus fyrir leikinn gegn Vestra
Benedikt Daríus Garðarsson.
Benedikt Daríus Garðarsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Nú stendur yfir leikur Víkings og Fylkis í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins og ríkjandi meistarar Víkings eru 3-0 yfir þegar þetta er skrifað.

Benedikt Daríus Garðarsson er ekki í leikmannahópi Fylkis en þessi 24 ára sóknarmaður var markahæsti leikmaður liðsins í fyrra með níu mörk.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Fylkir

Það mátti heyra á Rúnari Páli Sigmundssyni þjálfara Fylkis að hann vildi ekki taka neina áhættu með Benedikt þar sem mikilvægur deildarleikur er framundan hinumegin við helgina.

„Hann er bara tæpur í náranum. Við tökum enga sénsa með hann. Það er leikur á móti Vestra á þriðjudaginn og vonandi verður hann klár á móti þeim. Við verðum að vera skynsamir líka," sagði Rúnar í viðtali við Gunnar Birgisson í beinni útsendingu RÚV.

Fylkismenn eru í neðsta sæti Bestu deildarinnar með fjögur stig en Vestri er með sex stigum meira í níunda sæti. Það er gríðarlega mikilvægur leikur framundan í Árbænum á þriðjudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner