Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 13. júlí 2020 21:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: KR fyrsta liðið til að vinna Breiðablik
Fylkir á toppinn
Pablo Punyed.
Pablo Punyed.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Borg tryggði Fylki sigur í Kaplakrika.
Arnór Borg tryggði Fylki sigur í Kaplakrika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Breiðablik í Pepsi Max-deildinni er þeir lögðu Blika að velli á Meistaravöllum.

Stefán Árni Geirsson setti tóninn með frábæru marki á annarri mínútu leiksins og skömmu síðar varð staðan 2-0 þegar Pablo Punyed skoraði. Blikarnir virkuðu ekki tilbúnir til að byrja með.

Höskuldur Gunnlaugsson minnkaði þó muninn fyrir gestina eftir rétt rúman hálftíma og var staðan 2-1 í hálfleik. Grænklæddir Blikar komust hins vegar ekki lengra því Pablo Punyed gerði út um leikinn á 82. mínútu með glæsilegu skoti.

KR fer upp í annað sætið en það eru Fylkismenn sem eru komnir á topp deildarinnar eftir óvæntan sigur á FH í Kaplakrika. Fylkir hefur nú unnið fjóra leiki í röð - hvorki meira né minna.

„FYLKIR AÐ KOMAST YFIR Á NÝJAN LEIK!! Sam Hewson fær boltan inn á miðjunni og færir hann hratt yfir á Djair sem á fyrirgjöf og þar er enginn nema Arnór Borg sem setur hann boltan auðveldlega í netið!" skrifaði Anton Freyr Jónsson þegar Arnór Borg Guðjohnsen skoraði sigurmark Blika í leiknum. Arnór Borg að skora sitt fyrsta mark í Pepsi Max-deildinni.

Á Origo vellinum var niðurstaðan markalaust jafntefli þar sem Valur og Stjarnan áttust við. Bæði lið hefðu getað skorað í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki og markalaust jafntefli niðurstaðan.

Fylkir er á toppnum, KR í öðru sæti, Blikar í þriðja sæti og ÍA fjórða sæti. Valur kemur svo í fimmta sæti og FH í sjötta sæti. Það munar aðeins tveimur stigum á liðunum í efsta sæti og fimmta sæti. Stjarnan er með sjö stig eftir þrjá leiki en liðið er að koma til baka eftir að hafa verið í sóttkví undanfarnar vikur.

FH 1 - 2 Fylkir
0-1 Þórður Gunnar Hafþórsson ('29 )
1-1 Daníel Hafsteinsson ('66 )
1-2 Arnór Borg Guðjohnsen ('72 )
Lestu nánar um leikinn

KR 3 - 1 Breiðablik
1-0 Stefán Árni Geirsson ('2 )
2-0 Pablo Oshan Punyed Dubon ('9 )
2-1 Höskuldur Gunnlaugsson ('33 )
3-1 Pablo Oshan Punyed Dubon ('82 )
Lestu nánar um leikinn

Valur 0 - 0 Stjarnan
Lestu nánar um leikinn

Önnur úrslit:
Pepsi Max-deildin: Jafnt í uppgjöri tveggja neðstu liðana
Athugasemdir
banner
banner