Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 13. júlí 2020 16:30
Elvar Geir Magnússon
Zaha um rasisma: Þurfum að bregðast við, fræða og breyta
Wilfried Zaha.
Wilfried Zaha.
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha, framherji Crystal Palace, hefur kallað eftir aðgerðum, fræðslu og breytingum eftir að hann varð fyrir kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum.

Tólf ára strákur hefur verið handtekinn eftir að hafa sent rasísk ummæli til Zaha.

Sjá einnig:
Hodgson: Fyrirlitleg, aumingjaleg og óafsakanleg skilaboð

„Fólk verður að skilja að sama hvað þú ert gamall þá hefur hegðun þín og orð afleiðingar og þú getur ekki falið þig bak við samfélagsmiðla," segir Zaha.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann verður fyrir barðinu á rasisma á samfélagsmiðlum.

„Fótboltamenn eru að verða fyrir fordómum á hverjum degi og það þýðir ekki að segja bara 'burtu með fordóma'. Það þarf aðgerðir, það þarf fræðslu, hlutirnir þurfa að breytast."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner