Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 13. júlí 2021 20:46
Ívan Guðjón Baldursson
Rui Patricio til Roma (Staðfest)
Mynd: Getty Images
AS Roma er búið að krækja í portúgalska landsliðsmarkvörðinn Rui Patricio frá Wolves. Kaupverðið er ótilgreint en talið nema um 12 milljónum evra.

Patricio er 33 ára gamall og hefur varið síðustu þremur árum hjá Wolves en þar áður var hann aðalmarkvörður Sporting í rúman áratug.

Hann á að taka við af Pau Lopez á milli stanga Rómverja en Lopez hefur ekki þótt standa sig nægilega vel hjá félaginu og var lánaður til Marseille á dögunum.

Jose Mourinho tók við Roma í sumar og ætlar að byggja sterkan varnargrunn. Hann vildi ólmur fá Patricio til félagsins enda á þessi reynslumikli markvörður rétt tæpa 100 keppnisleiki að baki fyrir Portúgal.


Athugasemdir
banner
banner