Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   fim 13. júlí 2023 16:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Símtalið kom á óvart en mikil ánægja fylgdi - „Stóð Steini lands á úrinu"
Alltaf klár og þegar ég er í fótbolta þá er ég alltaf klár og undirbúin fyrir landsliðið
Alltaf klár og þegar ég er í fótbolta þá er ég alltaf klár og undirbúin fyrir landsliðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alltaf gott að hitta stelpurnar, kynnast nýjum leikmönnum og ég er bara voða glöð að vera hérna
Alltaf gott að hitta stelpurnar, kynnast nýjum leikmönnum og ég er bara voða glöð að vera hérna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sýnir ungu stelpunum að það skiptir engu máli á hvaða aldri þú ert.
Sýnir ungu stelpunum að það skiptir engu máli á hvaða aldri þú ert.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er virkilega gott, alveg miklar breytingar frá því ég var síðast en það er alltaf gott að hitta stelpurnar, kynnast nýjum leikmönnum og ég er bara voða glöð að vera hérna," sagði Anna Björk Kristjánsdóttir, við Fótbolta.net, í dag.

Anna Björk er í landsliðshópnum sem undirbýr sig fyrir vináttulandsleik gegn Finnlandi sem fram fer á Laugardalsvelli annað kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður í beinni útsendingu á Símanum og í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net. Hún er 33 ára varnarmaður sem á 44 landsleiki að baki.

Gott að Gunný taki það á sig
„Breytingarnar eru aðallega kynslóðaskipti, margar stelpur á mínum aldri sem hafa farið, stelpur sem ég var með í landsliðinu í mörg ár. Við getum sagt að þessar gömlu séu farnar, það eru þó ennþá einhverjar eftir, Gunný heldur sér ennþá. Það er gott fyrir mig að koma inn og hún er allavega eldri en ég, þannig ég er ekki elst. Ég er voða sátt að hafa hana," sagði Anna og brosti. „Kynslóðaskipti gerast alltaf og það er spennandi framtíð."

Gunný, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, talaði um það í viðtali fyrr í þessari viku að það væri skellur að hún væri orðin elst.

„Ég er mjög sátt að hún taki það á sig, hún alveg nýtur þess í botn og sýnir ungu stelpunum að það skiptir engu máli á hvaða aldri þú ert. Hún er ennþá í toppstandi og góð fyrirmynd."

Fókusað á eigin leik
Anna spilaði síðast landsleik fyrri hluta árs 2021. Hvernig hafa árin tvö frá hópnum verið?

„Auðvitað (hef ég horft í það að koma til baka). Ég hef svolítið fókusað á minn eigin leik og mitt félagslið. Maður vill alltaf vera í landsliðinu, en þetta er bara val Steina og það er erfitt að velja, margir hafsentar í boði og í flottum liðum. Maður þarf að fókusa á sig og gera sitt. Ég hef verið að reyna bæta minn leik og njóta þess að spila með mínu félagsliði. Þetta hefur alveg verið erfitt, en mér hefur liðið rosalega vel í Inter."

„Leikurinn á morgun leggst mjög vel í mig, spennt að sjá liðið og er spennt að sjá hvernig við mætum þeim. Vonandi nýtum við þennan æfingaleik í að bæta okkar leik og spila okkar fótbolta; þora að gera hlutina,"
sagði Anna.

Þá reyni ég að nýta þær og njóta
Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum að ofan. Þar er hún spurð út í feril sinn erlendis og nýja félagið sitt Val. En gerir hún væntingar til þess að spila á morgun?

„Maður veit aldrei með svona æfingaleiki hvernig Steini er að hugsa þá. Ef ég fæ mínútur þá reyni ég að nýta þær og njóta þess. Svo sér maður bara til."

Mikil ánægja að fá kallið
Anna var kölluð inn í hópinn þegar Ásta Eir Árnadóttir dró sig út úr hópnum. Kom á óvart að fá símtalið?

„Ég get alveg viðurkennt það, það eru komin tvö ár síðan ég var í landsliðinu og bjóst ekkert endilega við því að fá hringinguna. Maður er samt alltaf klár og þegar ég er í fótbolta þá er ég alltaf klár og undirbúin fyrir landsliðið. Þetta kom alveg á óvart en mjög mikil ánægja sem fylgdi."

Sá Steini lands á úrinu
Hvar varstu þegar símtalið kom?

„Ég var úti á velli að hlaupa og sá það bara á úrinu að Steini var að hringja. Ég var ekki viss hvort ég ætti að svara honum því ég myndi kólna niður. En maður gat ekki látið hann hanga, stoppaði og svaraði honum."

„Já, það stóð Steini lands (á úrinu), þannig ég giskaði á að þetta væri landsliðsþjálfarinn,"
sagði Anna að lokum.
Athugasemdir
banner
banner