Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 13. júlí 2024 18:36
Ívan Guðjón Baldursson
Kortrijk nær samkomulagi um kaupverð fyrir Patrik
Mynd: KSÍ
Norska félagið Viking hefur tilkynnt að það sé búið að samþykkja kauptilboð frá belgíska félaginu Kortrijk fyrir Patrik Sigurð Gunnarsson markvörð.

Patrik mun þar spila undir stjórn Freys Alexanderssonar sem framkvæmdi hálfgert kraftaverk til að bjarga Kortrijk frá falli úr efstu deild á síðustu leiktíð.

   13.07.2024 14:59
Sagt að Patrik verði leikmaður Freysa


Patrik verður þar með fyrsti Íslendingurinn til að ganga til liðs við Frey hjá Kortrijk, en hann er einnig á höttunum eftir vinstri bakverði.

Þar hafa Logi Tómasson og Kolbeinn Birgir Finnsson verið nefndir til sögunnar, en Logi hefur verið að gera góða hluti með Strömsgodset í norska boltanum á meðan Kolbeinn er hjá Lyngby í danska boltanum.


Athugasemdir
banner