Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 13. júlí 2024 14:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sagt að Patrik verði leikmaður Freysa
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Patrik Sigurður Gunnarsson verður kynntur sem nýr leikmaður Kortrijk í kvöld.


Greint var frá því í síðustu viku að Kortrijk hafi lagt fram tilboð í Patrik sem hefur spilað með norska liðinu Viking frá árinu 2021.

Belgíski fjölmiðlamaðurinn Sacha Tavolieri greinir nú frá því að allt sé klárt og mun Kortrijk kynna Patrik til leiks í kvöld.

Patrik er uppalinn í Breiðabliki en gekk til liðs við Brentford árið 2018. Hann lék einn leik í Championship deildinni með liðinu áður en hann gekk til liðs við Viking.

Mikael Neville Anderson, Logi Tómasson og Kolbeinn Finnsson hafa verið orðaðir við Kortrijk og verður því áhugavert að fylgjast með og sjá hvort Freyr Alexanderson þjálfari Kortrijk muni næla í fleiri Íslendinga í sumar.


Athugasemdir
banner
banner