Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   þri 13. ágúst 2024 12:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ajax vill Ramsdale - Nketiah áfram í úrvalsdeildinni?
Ramsdale
Ramsdale
Mynd: EPA
Nketiah
Nketiah
Mynd: EPA
Hollenska félagið Ajax hefur áhuga á því að fá Aaron Ramsdale í sínar raðir frá Arsenal. Ramsdale er varamarkvörður fyrir David Raya hjá Arsenal og sömuleiðis varamarkvörður enska landsliðsins.

Ajax hefur reynt að fá Ramsdale á láni en Arsenal vill frekar selja leikmanninn. Ef Ramsdale fer þá er Arsenal að horfa til Joan Garcia sem er hjá Espanyol og ver mark U21 landsliðs Spánar.

Ramsdale er 26 ára og kom frá Sheffield United til Arsenal sumarið 2021 og var aðalmarkvörður fyrstu tvö tímabilin sín í London. Arsenal kláraði kaupin á Raya frá Brentford í sumar og allar líkur á því að horft sé á Raya sem aðalmarkvörð fyrir komandi tímabil.

Það ætti að vera ágætis samskipti á milli Ajax og Arsenal því Arsenal krækti í Tommy Setford, efnilegan markvörðu, frá Ajax í sumar. Ef Ramsdale fer til Ajax verður hann liðsfélagi íslenska landsliðsmannsins Kristians Nökkva Hlynssonar.

Sky Sports fjallar þá um að Bournemouth sé eitt af nokkrum félögum í ensku úrvalsdeildinni sem skoði þann möguleika á að fá Eddie Nketiah frá Arsenal. Marseille hefur reynt að fá Nketiah í sumar en náði ekki samkomulagi við Arsenal um kaupverð. Marseille krækti í staðinn í Elye Wahi.

Nketiah vill spila, það er hans aðalmarkmið fyrir komandi tímabil og Bournemouth er að skoða framherja eftir söluna á Dominic Solanke til Tottenham. Bournemouth hefur reynt að fá Evanilson frá Porto en portúgalska félagið hafnaði tilboði í leikmanninn í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner