Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   þri 13. ágúst 2024 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Brighton lánar Osman beint til Feyenoord
Mynd: Getty Images
Brighton er nýbúið að ganga frá kaupum á kantmanninum efnilega Ibrahim Osman sem kom til félagsins úr röðum danska félagsins Nordsjælland.

Osman er óslípaður demantur og hefur Brighton því ákveðið að lána hann til hollenska stórliðsins Feyenoord út næstu leiktíð.

Hjá Feyenoord fær hinn 19 ára gamli Osman tækifæri til að láta ljós sitt skína í sterkri deild.

Feyenoord mun borga allan launakostnað Osman, sem fer í læknisskoðun í dag og verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins á morgun.

Osman kom að 18 mörkum í 44 leikjum á síðustu leiktíð með Nordsjælland.

   22.02.2024 23:35
Ibrahim Osman staðfesti félagaskiptin til Brighton

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner