Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   þri 13. ágúst 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gallagher snýr aftur til London og mun æfa einn
Conor Gallagher.
Conor Gallagher.
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Conor Gallagher mun snúa aftur til London í dag á meðan Chelsea og Atletico Madrid eru enn í viðræðum um möguleg félagaskipti.

Gallagher hefur verið í Madríd síðustu daga þar sem hann gekkst undir læknisskoðun og skrifaði undir samning við Atletico.

Það var búist við því að félagaskiptin yrðu staðfest um liðna helgi en það kom babb í bátinn. Samu Omorodion átti að fara frá Chelsea til Atletico í staðinn en það gekk ekki eftir og því eru félagaskipti Gallagher frá Chelsea í biðstöðu.

Það er búist við því að Gallagher muni æfa einn í London á meðan framtíð hans er í óvissu. Enski landsliðsmaðurinn mun fyrst um sinn taka nokkra daga í frí.

Chelsea er að skoða það núna að fá Joao Felix í staðinn fyrir Omorodion, en þetta er flókið mál.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner