Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   þri 13. ágúst 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Markmið Kilman að komast í enska landsliðið
Max Kilman.
Max Kilman.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Max Kilman segist ekki hafa gefið upp þá von að spila fyrir enska landsliðið. Eftir sex ár hjá Úlfunum yfirgaf hann félagið og gekk í raðir West Ham í sumar.

Þessi 27 ára leikmaður hefur sýnt mikinn stöðugleika og var orðaður við enska landsliðið í aðdraganda EM.

Lee Carsley, bráðabirgðaþjálfari Englands, mun opinbera sinn fyrsta hóp í lok mánaðarins fyrir Þjóðadeildarleiki gegn Írlandi og Finnlandi.

„Mitt stóra markmið er klárlega að komast í landsliðið. Ég vil komast eins langt sem leikmaður og hægt er, það yrði mikill heiður að spila fyrir þjóð mína," segir Kilman.
Athugasemdir
banner
banner
banner