Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
banner
   þri 13. ágúst 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Porto hafnaði tilboði Bournemouth - Snúa sér að Nketiah
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sky Sports er meðal miðla sem greina frá því að Porto hafi hafnað kauptilboði frá Bournemouth í brasilíska landsliðsmanninn Evanilson.

Upphæð tilboðsins kemur ekki fram en Evanilson er 24 ára gamall og með þrjú ár eftir af samningi við portúgalska stórveldið.

Evanilson er mikilvægur hlekkur í sóknarlínu Porto þar sem hann kom að 32 mörkum í 42 leikjum á síðustu leiktíð.

Evanilson var í landsliðshópi Brasilíu sem keppti á Copa América en hann á aðeins tvo A-landsleiki að baki.

Bournemouth gæti komið aftur með endurbætt tilboð þar sem félagið er að reyna að fylla í skarðið fyrir Dominic Solanke sem var seldur til Tottenham á dögunum, fyrir 65 milljónir punda.

Enskir fjölmiðlar telja þó líklegra að Bournemouth muni reyna við Eddie Nketiah, framherja Arsenal.

Talið er að Arsenal vilji fá rúmlega 30 milljónir punda fyrir Nketiah, sem hefur skorað 38 mörk í 168 leikjum fyrir uppeldisfélagið Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner