Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   þri 13. ágúst 2024 17:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valur gerði tilboð í Gísla Gotta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur gerði, samkvæmt heimildum Fótbolta.net, tilboð í Gísla Gottskálk Þórðarson leikmann Víkings. Mjög ólíklegt þykir að Víkingur sé tilbúið að selja leikmanninn unga frá sér til Vals á þessum tímapunkti.

Gísli var ekki í mjög stóru hlutverki framan af tímabili en ábyrgðin á hans herðar hefur aukist svo um munar í síðustu leikjum og hefur hann spilað fantavel, svo vel að önnur félög hafa heillast.

Gísli Gottskálk, sem oftast er kallaður Gísli Gotti, er tvítugur miðjumaður sem kom til Víkings vorið 2022 frá Bologna á Ítalíu. Hann er samningsbundinn Víkingi út næsta ár.

Hann spilaði tvo leiki haustið 2022 í Bestu deildinni og kom einnig við sögu í bikarúrslitaleiknum gegn FH. Tímabilið 2023 lék hann svo þrettán leiki og í ár hefur hann komið við sögu í öllum leikjum Víkings nema fjórum.

Hann á að baki ellefu leiki fyrir U19 landsliðið og lék í mars tvo leiki með U20. Hann er í dag að undirbúa sig fyrir leik Víkings og Flora Tallinn í 3. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Víkingur mætir eistneska liðinu ytra á fimmtudag í úrslitaleik um sæti í umspilinu fyrir riðlakeppnina.
Athugasemdir
banner
banner
banner