Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 13. september 2020 20:25
Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
Gunnhildur Yrsa: Ber miklar tilfinningar fyrir Stjörnunni
Kvenaboltinn
Gunnhildur spilaði allan leikinn á miðjunni í sigri Vals.
Gunnhildur spilaði allan leikinn á miðjunni í sigri Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Bara ánægð að ná í þrjú stig, mikilvæg þrjú stig í titilbaráttunni. Mér fannst Stjarnan gefa okkur góðan leik, vera þéttar og erfitt að brjóta þær niður þannig ég er bara mjög ánægð með þennan sigur, sagði Gunnhildur eftir 3-0 sigur gegn Stjörnunni í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  3 Valur

Aðstæður voru skrítnar í dag fyrir Gunnhildi en hún spilaði gegn sínum gömlu félugunum og kærustunni Erin sem stendur vaktina í marki Stjörnunnar.

Svona fyrst að koma saman í leikinn og spila á móti henni fannst mér skrítið. En um leið og ég steig inn á völlinn þá skipti það ekki máli, maður gleymir því bara og vill bara spila sinn leik og einbeita sér að því að standa sig vel. Það er alltaf erfitt að spila á móti Stjörnunni, ég ber miklar tilfinningar fyrir Stjörnunni en svona er boltinn.

Það hjálpaði okkur að ná þessu marki í fyrri hálfleik, þá gat maður aðeins róað sig. VIð vissum að ef við myndum spila okkar bolta og halda hreinu þá myndum við vinna þennan leik og við gerðum það, sagði Gunnhildur en Stjarnan spilaði fínan varnarleik þrátt fyrir 3-0 tap.

Þétt er leikið í Pepsi Max deild kvenna þessa dagana og nú þegar flestir leikmenn fá smá frí taka við tveir mikilvægir leikir fyrir landsliðskonurnar okkar. Íslenska landsliðið mætir Lettlandi á Laugardalsvelli þann 17. september og Svíþjóð 22. september.

Ég var vön þessu úti, með hraðmótið þannig þetta var ekkert vandamál fyrir mig. En þetta er erfitt prógramm og fáir frídagar, en maður þarf bara að einbeita sér að recovery og á morgun tekur við hótel með landsliðinu, sagði Gunnhildur um álagið.

Ég held að við séum allar mjög spenntar að koma saman, langt síðan síðast. Við eigum að klára þesa keppni. Ég held við séum allar hungraðar að spila þessa leiki og vitum að þetta eru tveir mjög mikilvægir leikir.

Viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér ofar.
Athugasemdir