Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   sun 13. september 2020 20:25
Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
Gunnhildur Yrsa: Ber miklar tilfinningar fyrir Stjörnunni
Kvenaboltinn
Gunnhildur spilaði allan leikinn á miðjunni í sigri Vals.
Gunnhildur spilaði allan leikinn á miðjunni í sigri Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Bara ánægð að ná í þrjú stig, mikilvæg þrjú stig í titilbaráttunni. Mér fannst Stjarnan gefa okkur góðan leik, vera þéttar og erfitt að brjóta þær niður þannig ég er bara mjög ánægð með þennan sigur, sagði Gunnhildur eftir 3-0 sigur gegn Stjörnunni í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  3 Valur

Aðstæður voru skrítnar í dag fyrir Gunnhildi en hún spilaði gegn sínum gömlu félugunum og kærustunni Erin sem stendur vaktina í marki Stjörnunnar.

Svona fyrst að koma saman í leikinn og spila á móti henni fannst mér skrítið. En um leið og ég steig inn á völlinn þá skipti það ekki máli, maður gleymir því bara og vill bara spila sinn leik og einbeita sér að því að standa sig vel. Það er alltaf erfitt að spila á móti Stjörnunni, ég ber miklar tilfinningar fyrir Stjörnunni en svona er boltinn.

Það hjálpaði okkur að ná þessu marki í fyrri hálfleik, þá gat maður aðeins róað sig. VIð vissum að ef við myndum spila okkar bolta og halda hreinu þá myndum við vinna þennan leik og við gerðum það, sagði Gunnhildur en Stjarnan spilaði fínan varnarleik þrátt fyrir 3-0 tap.

Þétt er leikið í Pepsi Max deild kvenna þessa dagana og nú þegar flestir leikmenn fá smá frí taka við tveir mikilvægir leikir fyrir landsliðskonurnar okkar. Íslenska landsliðið mætir Lettlandi á Laugardalsvelli þann 17. september og Svíþjóð 22. september.

Ég var vön þessu úti, með hraðmótið þannig þetta var ekkert vandamál fyrir mig. En þetta er erfitt prógramm og fáir frídagar, en maður þarf bara að einbeita sér að recovery og á morgun tekur við hótel með landsliðinu, sagði Gunnhildur um álagið.

Ég held að við séum allar mjög spenntar að koma saman, langt síðan síðast. Við eigum að klára þesa keppni. Ég held við séum allar hungraðar að spila þessa leiki og vitum að þetta eru tveir mjög mikilvægir leikir.

Viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér ofar.
Athugasemdir
banner