Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 13. september 2020 20:25
Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
Gunnhildur Yrsa: Ber miklar tilfinningar fyrir Stjörnunni
Gunnhildur spilaði allan leikinn á miðjunni í sigri Vals.
Gunnhildur spilaði allan leikinn á miðjunni í sigri Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Bara ánægð að ná í þrjú stig, mikilvæg þrjú stig í titilbaráttunni. Mér fannst Stjarnan gefa okkur góðan leik, vera þéttar og erfitt að brjóta þær niður þannig ég er bara mjög ánægð með þennan sigur, sagði Gunnhildur eftir 3-0 sigur gegn Stjörnunni í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  3 Valur

Aðstæður voru skrítnar í dag fyrir Gunnhildi en hún spilaði gegn sínum gömlu félugunum og kærustunni Erin sem stendur vaktina í marki Stjörnunnar.

Svona fyrst að koma saman í leikinn og spila á móti henni fannst mér skrítið. En um leið og ég steig inn á völlinn þá skipti það ekki máli, maður gleymir því bara og vill bara spila sinn leik og einbeita sér að því að standa sig vel. Það er alltaf erfitt að spila á móti Stjörnunni, ég ber miklar tilfinningar fyrir Stjörnunni en svona er boltinn.

Það hjálpaði okkur að ná þessu marki í fyrri hálfleik, þá gat maður aðeins róað sig. VIð vissum að ef við myndum spila okkar bolta og halda hreinu þá myndum við vinna þennan leik og við gerðum það, sagði Gunnhildur en Stjarnan spilaði fínan varnarleik þrátt fyrir 3-0 tap.

Þétt er leikið í Pepsi Max deild kvenna þessa dagana og nú þegar flestir leikmenn fá smá frí taka við tveir mikilvægir leikir fyrir landsliðskonurnar okkar. Íslenska landsliðið mætir Lettlandi á Laugardalsvelli þann 17. september og Svíþjóð 22. september.

Ég var vön þessu úti, með hraðmótið þannig þetta var ekkert vandamál fyrir mig. En þetta er erfitt prógramm og fáir frídagar, en maður þarf bara að einbeita sér að recovery og á morgun tekur við hótel með landsliðinu, sagði Gunnhildur um álagið.

Ég held að við séum allar mjög spenntar að koma saman, langt síðan síðast. Við eigum að klára þesa keppni. Ég held við séum allar hungraðar að spila þessa leiki og vitum að þetta eru tveir mjög mikilvægir leikir.

Viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér ofar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner