Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 13. september 2020 20:25
Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
Gunnhildur Yrsa: Ber miklar tilfinningar fyrir Stjörnunni
Kvenaboltinn
Gunnhildur spilaði allan leikinn á miðjunni í sigri Vals.
Gunnhildur spilaði allan leikinn á miðjunni í sigri Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Bara ánægð að ná í þrjú stig, mikilvæg þrjú stig í titilbaráttunni. Mér fannst Stjarnan gefa okkur góðan leik, vera þéttar og erfitt að brjóta þær niður þannig ég er bara mjög ánægð með þennan sigur, sagði Gunnhildur eftir 3-0 sigur gegn Stjörnunni í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  3 Valur

Aðstæður voru skrítnar í dag fyrir Gunnhildi en hún spilaði gegn sínum gömlu félugunum og kærustunni Erin sem stendur vaktina í marki Stjörnunnar.

Svona fyrst að koma saman í leikinn og spila á móti henni fannst mér skrítið. En um leið og ég steig inn á völlinn þá skipti það ekki máli, maður gleymir því bara og vill bara spila sinn leik og einbeita sér að því að standa sig vel. Það er alltaf erfitt að spila á móti Stjörnunni, ég ber miklar tilfinningar fyrir Stjörnunni en svona er boltinn.

Það hjálpaði okkur að ná þessu marki í fyrri hálfleik, þá gat maður aðeins róað sig. VIð vissum að ef við myndum spila okkar bolta og halda hreinu þá myndum við vinna þennan leik og við gerðum það, sagði Gunnhildur en Stjarnan spilaði fínan varnarleik þrátt fyrir 3-0 tap.

Þétt er leikið í Pepsi Max deild kvenna þessa dagana og nú þegar flestir leikmenn fá smá frí taka við tveir mikilvægir leikir fyrir landsliðskonurnar okkar. Íslenska landsliðið mætir Lettlandi á Laugardalsvelli þann 17. september og Svíþjóð 22. september.

Ég var vön þessu úti, með hraðmótið þannig þetta var ekkert vandamál fyrir mig. En þetta er erfitt prógramm og fáir frídagar, en maður þarf bara að einbeita sér að recovery og á morgun tekur við hótel með landsliðinu, sagði Gunnhildur um álagið.

Ég held að við séum allar mjög spenntar að koma saman, langt síðan síðast. Við eigum að klára þesa keppni. Ég held við séum allar hungraðar að spila þessa leiki og vitum að þetta eru tveir mjög mikilvægir leikir.

Viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér ofar.
Athugasemdir
banner
banner