Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   sun 13. september 2020 20:25
Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
Gunnhildur Yrsa: Ber miklar tilfinningar fyrir Stjörnunni
Kvenaboltinn
Gunnhildur spilaði allan leikinn á miðjunni í sigri Vals.
Gunnhildur spilaði allan leikinn á miðjunni í sigri Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Bara ánægð að ná í þrjú stig, mikilvæg þrjú stig í titilbaráttunni. Mér fannst Stjarnan gefa okkur góðan leik, vera þéttar og erfitt að brjóta þær niður þannig ég er bara mjög ánægð með þennan sigur, sagði Gunnhildur eftir 3-0 sigur gegn Stjörnunni í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  3 Valur

Aðstæður voru skrítnar í dag fyrir Gunnhildi en hún spilaði gegn sínum gömlu félugunum og kærustunni Erin sem stendur vaktina í marki Stjörnunnar.

Svona fyrst að koma saman í leikinn og spila á móti henni fannst mér skrítið. En um leið og ég steig inn á völlinn þá skipti það ekki máli, maður gleymir því bara og vill bara spila sinn leik og einbeita sér að því að standa sig vel. Það er alltaf erfitt að spila á móti Stjörnunni, ég ber miklar tilfinningar fyrir Stjörnunni en svona er boltinn.

Það hjálpaði okkur að ná þessu marki í fyrri hálfleik, þá gat maður aðeins róað sig. VIð vissum að ef við myndum spila okkar bolta og halda hreinu þá myndum við vinna þennan leik og við gerðum það, sagði Gunnhildur en Stjarnan spilaði fínan varnarleik þrátt fyrir 3-0 tap.

Þétt er leikið í Pepsi Max deild kvenna þessa dagana og nú þegar flestir leikmenn fá smá frí taka við tveir mikilvægir leikir fyrir landsliðskonurnar okkar. Íslenska landsliðið mætir Lettlandi á Laugardalsvelli þann 17. september og Svíþjóð 22. september.

Ég var vön þessu úti, með hraðmótið þannig þetta var ekkert vandamál fyrir mig. En þetta er erfitt prógramm og fáir frídagar, en maður þarf bara að einbeita sér að recovery og á morgun tekur við hótel með landsliðinu, sagði Gunnhildur um álagið.

Ég held að við séum allar mjög spenntar að koma saman, langt síðan síðast. Við eigum að klára þesa keppni. Ég held við séum allar hungraðar að spila þessa leiki og vitum að þetta eru tveir mjög mikilvægir leikir.

Viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér ofar.
Athugasemdir
banner
banner