Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   sun 13. september 2020 19:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Stígs: Orri er frábær fótboltamaður með gott hugarfar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Hrafn Kjartansson.
Orri Hrafn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður illa, mjög illa. Við byrjuðum ekki þenann leik og lentum strax undir. Mér fannst við betri aðilinn og svo eftir að þeir verða manni færri þá pakka þeir í vörn og gera það gríðarlega vel," sagði Ólafur Ingi Stígsson, annar af þjálfurum Fylkis, eftir tap gegn KA á Greifavellinum.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Fylkir

„Við áttum í erfiðleikum með að opna þá. Við fengum mjög lítið af færum, Óli einu sinni eftir eitthvað klafs, Hákon einu sinni og svo vítið."

Fylkir hefur að undanförnu spilað með þriggja miðvarða kerfi og var Ólafur spurður út í það.

„Þetta hefur gengið vel. KA er kannski búið að skoða okkur en við höfum ekki verið í vandræðum að undanförnu. Þeir náðu fínum skyndisóknum. Stundum er þetta bara svona og í dag var okkar dagur að vera lélegir."

Frábær fótboltamaður
Óli var spurður út í Orra Hrafn Kjartansson sem kom inn á í dag. Orri gekk í raðir Fylkis á dögunum frá Heerenveen og lék í dag sinn fyrsta leik í Pepsi Max-deildinni.

„Orri kom mjög vel inn. Orri kemur inn í liðið með gríðarlega hæfileika, frábær fótboltamaður með hrikalega gott skap og gott hugarfar. Hann hjálpar okkur vonandi að verða enn betri."

Óli var einnig spurður út stöðuna á Arnari Sveini Geirssyni sem fór meiddur af velli í síðasta leik og Valdimar Þór Ingimundarson sem er að ganga í raðir Strömsgodset.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Orri Hrafn: Best fyrir mig að koma heim í Fylki
Athugasemdir
banner