Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
banner
   sun 13. september 2020 19:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Stígs: Orri er frábær fótboltamaður með gott hugarfar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Hrafn Kjartansson.
Orri Hrafn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður illa, mjög illa. Við byrjuðum ekki þenann leik og lentum strax undir. Mér fannst við betri aðilinn og svo eftir að þeir verða manni færri þá pakka þeir í vörn og gera það gríðarlega vel," sagði Ólafur Ingi Stígsson, annar af þjálfurum Fylkis, eftir tap gegn KA á Greifavellinum.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Fylkir

„Við áttum í erfiðleikum með að opna þá. Við fengum mjög lítið af færum, Óli einu sinni eftir eitthvað klafs, Hákon einu sinni og svo vítið."

Fylkir hefur að undanförnu spilað með þriggja miðvarða kerfi og var Ólafur spurður út í það.

„Þetta hefur gengið vel. KA er kannski búið að skoða okkur en við höfum ekki verið í vandræðum að undanförnu. Þeir náðu fínum skyndisóknum. Stundum er þetta bara svona og í dag var okkar dagur að vera lélegir."

Frábær fótboltamaður
Óli var spurður út í Orra Hrafn Kjartansson sem kom inn á í dag. Orri gekk í raðir Fylkis á dögunum frá Heerenveen og lék í dag sinn fyrsta leik í Pepsi Max-deildinni.

„Orri kom mjög vel inn. Orri kemur inn í liðið með gríðarlega hæfileika, frábær fótboltamaður með hrikalega gott skap og gott hugarfar. Hann hjálpar okkur vonandi að verða enn betri."

Óli var einnig spurður út stöðuna á Arnari Sveini Geirssyni sem fór meiddur af velli í síðasta leik og Valdimar Þór Ingimundarson sem er að ganga í raðir Strömsgodset.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Orri Hrafn: Best fyrir mig að koma heim í Fylki
Athugasemdir
banner