Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   sun 13. september 2020 19:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Stígs: Orri er frábær fótboltamaður með gott hugarfar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Hrafn Kjartansson.
Orri Hrafn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður illa, mjög illa. Við byrjuðum ekki þenann leik og lentum strax undir. Mér fannst við betri aðilinn og svo eftir að þeir verða manni færri þá pakka þeir í vörn og gera það gríðarlega vel," sagði Ólafur Ingi Stígsson, annar af þjálfurum Fylkis, eftir tap gegn KA á Greifavellinum.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Fylkir

„Við áttum í erfiðleikum með að opna þá. Við fengum mjög lítið af færum, Óli einu sinni eftir eitthvað klafs, Hákon einu sinni og svo vítið."

Fylkir hefur að undanförnu spilað með þriggja miðvarða kerfi og var Ólafur spurður út í það.

„Þetta hefur gengið vel. KA er kannski búið að skoða okkur en við höfum ekki verið í vandræðum að undanförnu. Þeir náðu fínum skyndisóknum. Stundum er þetta bara svona og í dag var okkar dagur að vera lélegir."

Frábær fótboltamaður
Óli var spurður út í Orra Hrafn Kjartansson sem kom inn á í dag. Orri gekk í raðir Fylkis á dögunum frá Heerenveen og lék í dag sinn fyrsta leik í Pepsi Max-deildinni.

„Orri kom mjög vel inn. Orri kemur inn í liðið með gríðarlega hæfileika, frábær fótboltamaður með hrikalega gott skap og gott hugarfar. Hann hjálpar okkur vonandi að verða enn betri."

Óli var einnig spurður út stöðuna á Arnari Sveini Geirssyni sem fór meiddur af velli í síðasta leik og Valdimar Þór Ingimundarson sem er að ganga í raðir Strömsgodset.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Orri Hrafn: Best fyrir mig að koma heim í Fylki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner