Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   mán 13. september 2021 22:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Gætu orðið mjög góðir leikmenn fyrir Stjörnuna til framtíðar"
Toddi gat séð það jákvæða þrátt fyrir stórt tap
Þorvaldur Örlygsson
Þorvaldur Örlygsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við áttum svo sem skilið að tapa leiknum í dag. Eina sem er, að í leik sem er jafn, fá þeir aukaspyrnu sem er ekki aukaspyrna sem þeir skora gott mark úr. Mér fannst dómurinn þegar Eggert fékk rautt spjald vera harður dómur. Ef þetta er línan, hún er samt rosalega misjöfn eftir því hvaða dómari er að dæma, þá hefðum við átt að sjá fleiri rauð spjöld í sumar," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir stórt tap gegn FH í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  4 FH

„Eftir að þeir komust í 2-0 þá var rosalegt basl á okkur að koma okkur af stað en inn á milli spiluðum við ágætlega. Það var gaman að sjá nokkra stráka sem við settum inn í dag og við munum halda því áfram. Ég hefði viljað meiri kraft í okkar leik á köflum."

Þorvaldur kom þá inn á meiðslastöðuna en ofan á fyrri meiðsli þá meiddust Elís Rafn Björnsson og Oliver Haurits í leiknum.

„... að sama skapi þá höfum við safnað stigum og það eru ungir leikmenn sem fá reynslu, fá að spila og vonandi að þessir strákar munu halda sér við efnið og gætu orðið mjög góðir leikmenn fyrir Stjörnuna til framtíðar."

Næsta rúma mínútan fór svo í ástandið á leikmannahópi liðsins og má sjá það í spilaranum hér að ofan.

Hvað með framhaldið, hvað viltu fá út úr síðustu tveimur leikjunum? „Ellefu leikmenn inn á völlinn, að við leggjum okkur fram og höldum áfram að gera það sem við höfum gert. Leikmenn hafa verið með gott hugarfar í baráttu sem þeir komu sér í og líka kannski af öðrum ástæðum. Þeir hafa staðað sig vel í því."

Lokaspurningin var út í ungu strákana. Fimm leikmenn fæddir árið 2003 og síðar komu við sögu í liði Stjörnunnar í kvöld. Ertu sáttur við þeirra frammistöðu í heild (ekki bara í þessum leik)?

„Þetta eru kornungir strákar, við erum með stráka inn á fædda 2003-2005 sem eru að stíga sín fyrstu skref. Sumir eru í 3. flokki ennþá og sumir eru nýkomnir upp úr 3. flokki en eru búnir að standa sig gríðarlega vel með 2. flokki og líka með okkur. Þetta er reynsla og vonandi geta þeir bætt sig. Það er alltaf gleðiefni fyrir félag að fá einn og einn en við erum að fá nokkuð marga. Það er vonandi að þeir taki það með opnum örmum og haldi áfram," sagði Toddi að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner