Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 13. september 2021 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Tebas: Real Madrid á pening fyrir Haaland og Mbappe næsta sumar
Mynd: EPA
Javier Tebas, forseti spænska knattspyrnusambandsins, segir Real Madrid eiga nægan pening til að krækja bæði í Kylian Mbappe og Erling Braut Haaland næsta sumar.

Real Madrid hefur varla keypt nýja leikmenn síðan eyðslusumarið mikla 2019 þegar menn á borð við Eden Hazard, Eder Militao og Luka Jovic komu til félagsins fyrir rúmlega 300 milljónir evra.

Tebas segir að næsta sumar geti orðið að góðu sumri fyrir Madrídinga sem eru búnir að safna sér vænni fúlgu fjárs. Þeir hafa sérstaklega mikinn áhuga á Kylian Mbappe og buðu 170 milljónir evra til PSG í haust en franska stórveldið hafnaði því.

Sú ákvörðun vakti athygli í ljósi þess Mbappe rennur út á samningi á næsta ári og getur þá skipt yfir til Real Madrid á frjálsri sölu.

Haaland verður falur fyrir rétt verð næsta sumar þegar söluákvæði í samningi hans tekur gildi. Ákvæðið hljóðar upp á 75 milljónir evra en hávær orðrómur segir Dortmund hafa hækkað það upp í 90 milljónir í samráði við teymi Haaland.

„Real Madrid á nægan pening til að krækja í bæði Kylian Mbappe og Erling Haaland næsta sumar," sagði Tebas við El Partidazo de Cope.

Real Madrid hefur einnig verið orðað við Paul Pogba og fleiri stjörnur að undanförnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner