Fréttaritari hjá Sky Sport á Ítaliu, Gianluca Di Marzio, greinir frá því að Chelsea hafi boðið í Rafael Leao sóknarmann AC Milan á lokadegi félagsskiptagluggans í sumar.
Hann segir að tilboðið hafi hljóðað upp á 70-80 milljónir evra en Milan hafi hafnað tilboðinu þar sem þeir hefðu ekki haft tíma til að næla í mann í hans stað.
Chelsea sárvantar framherja en Kai Havertz hefur verið að spila sem fremsti maður hjá liðinu að undanförnu en hann hefur aðeins skorað eitt mark fyrir félagið.
Leao er 23 ára gamall Portúgali en hann er með 26 mörk í 101 leik fyrir Milan. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum en Di Marzio segir að Chelsea muni væntanlega reyna að fá hann aftur í janúar.
Athugasemdir