Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 13. september 2024 13:30
Elvar Geir Magnússon
Arteta um Sterling: Stöðugt brosandi og gefur frá sér orku
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta stjóri Arsenal segir að Raheem Sterling hafi ýmislegt að sanna eftir að hann gekk í raðir Arsenal á lánssamningi á gluggadeginum.

„Hann hefur litið vel út á æfingum. Aðallega því hann er með risastórt bros á andlitinu, mikla orku. Hann vill sanna sig," segir Arteta.

„Maður finnur strax fyrir orkunni sem kemur frá honum. Við vitum öll hvað hann getur fært liðinu. Ég sé hungur. Hann vill spila hverja mínútu, annars er hann ekki glaður. Hann elskar fótbolta og það skín af honum."

Arteta var spurður að því á fréttamannafundi hvort hann gæti fengið mörk frá Sterling?

„Hann er með hæfileikana til að skora mörk, þú þarft að vera með þá til að spila í fremstu stöðunum. Ég er viss um að hann muni hafa góð áhrif á liðið."

Tottenham og Arsenal mætast í Norður-Lundúnaslagnum í ensku úrvalsdeildinni klukkan 13:00.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 20 14 5 1 48 20 +28 47
2 Nott. Forest 21 12 5 4 30 20 +10 41
3 Arsenal 20 11 7 2 39 18 +21 40
4 Chelsea 21 10 7 4 41 26 +15 37
5 Newcastle 20 10 5 5 34 22 +12 35
6 Man City 21 10 5 6 38 29 +9 35
7 Bournemouth 21 9 7 5 32 25 +7 34
8 Aston Villa 20 9 5 6 30 32 -2 32
9 Fulham 21 7 9 5 32 30 +2 30
10 Brentford 21 8 4 9 40 37 +3 28
11 Brighton 20 6 10 4 30 29 +1 28
12 West Ham 21 7 5 9 27 41 -14 26
13 Tottenham 20 7 3 10 42 30 +12 24
14 Man Utd 20 6 5 9 23 28 -5 23
15 Crystal Palace 20 4 9 7 21 28 -7 21
16 Everton 19 3 8 8 15 25 -10 17
17 Wolves 20 4 4 12 31 45 -14 16
18 Ipswich Town 20 3 7 10 20 35 -15 16
19 Leicester 20 3 5 12 23 44 -21 14
20 Southampton 20 1 3 16 12 44 -32 6
Athugasemdir
banner
banner