Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   fös 13. september 2024 18:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dragan lætur af störfum hjá Dalvík/Reyni
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Dragan Kristinn Stojanovic hefur sagt upp störfum sem þjálfari Dalvíkur/Reynis eftir að liðið féll úr Lengjudeildinni í sumar. Samningur hans var að renna út og ákvað hann að róa á önnur mið.


Dragan tók við liðinu fyrir síðustu leiktíð en liðið var nýliði í 2. deildinni og gerði sér lítið fyrir og vann deildina.

Síðasti leikur tímabilsins er á morgun þegar Dalvík/Reynir fær Þrótt í heimsókn og verður það síðasti leikur Dragans sem þjálfari liðsins.

Dragan hefur einnig þjálfað Þór, Fjarðabyggð, Þór/KA, Völsung og KF. Dragan lék hér á landi með Þrótti Neskaupsstað árið 2020 þá lék hann einnig með Fjarðabyggð og Þór.

„Eftir tvö góð ár á Dalvík tel ég það góðan tímapunkt að láta störfum, ég þakka Dalvík/Reyni fyrir traustið og tækifærið til að stýra liðinu þessi tvö ár. Þetta hefur verið skemmtilegur tími, árið í fyrra var frábært. Þetta ár hefði vissulega getað orðið betra en við gáfum öllum okkar andstæðingum góðan leik. Ég hef verið ánægður með leikmennina, stjórnina og alla sjálfboðaliða sem hafa viljað hjálpa til á þessum tíma og þakka kærlega fyrir mig," sagði Dragan.

„Dragan hefur á síðustu tveimur árum unnið mjög gott starf á Dalvík og er honum þakkað fyrir hans framlag til fótboltans þessi tvö ár. Undir stjórn Dragan fór liðið sem nýliðar upp úr 2. deildinni, þar sem liðið spilaði skemmtilegan og árangursríkan fótbolta. Sumarið í sumarið hefur verið erfitt en á stórum köflum spilaði liðið vel. Úrslitin og önnur atriði féllu hins vegar ekki með liðinu þetta sumarið. Dragan hefur í öllu sínu starfi verið mjög faglegur og lagt mikið á sig til að ná árangri, vill stjórn félagsins þakka honum fyrir gott og óeigingjarnt starf og óska honum velfarnaðar í framtíðinni," sagði Hörður Snævar Jónsson fyrir hönd stjórnarinnar.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner