Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
banner
   fös 13. september 2024 11:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jackson samningsbundinn Chelsea til 2033 (Staðfest)
Mynd: EPA
Nicolas Jackson er búinn að skrifa undir framlengingu á samningi sínum við Chelsea og nú er hann samningsbundinn félaginu til 2033. Fyrri samningur var fram á sumarið 2031.

Jackson er framherji sem Chelsea keypti sumarið 2023 og skoraði hann fjórtán mörk í úrvalsdeildinni á sínu fyrsta tímabili. Hann er þegar kominn með tvö mörk í þremur leikjum á þessu tímabili.

Jackson er 23 ára Senegali sem kom frá Villarreal á rúmlega 30 milljónir punda. Í fyrra fékk hann þann stimpil á sig að fara nokkuð illa með færin sín en þrátt fyrir það er hann nú kominn með 16 mörk í 38 úrvalsdeildarleikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner