Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
   fös 13. september 2024 23:36
Sölvi Haraldsson
Nik: Þær unnu leikinn
Nik, þjálfari Breiðabliks.
Nik, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er bara glaður að við náðum að vinna, þetta var ekki okkar besti leikur. Ég veit ekki afhverju það var en aðalatriðið var að við tókum þrjú stig í dag.“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-1 sigur á Þrótti í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  4 Breiðablik

Breiðablik var kannski ekki meira með boltann og að stýra leiknum þannig en þegar að þær fengu boltann sýndu þær gæðin.

Okkur leið vel. Varnarlega vorum við mjög flottar, þær sköpuðu ekkert af viti allan leikinn. Þegar við náðum að tengja saman litum við vel út, fyrstu mörkin sem við skorum spiluðum við frábærlega. Við áttum ekki nógu marga góða spilkafla í leiknum en það sýnir gæðin í liðinu. Þessir fáu spilkaflar nægðu í dag.

Nik segir að Samantha Smith hafi haft mjög jákvæð áhrif á liðið og þá einnig Kristín Dís.

Hún hefur haft góð áhrif á okkur og mun gera það í framhaldinu einnig. Það sama gildir með Kristínu Dís varnarlega sem hefur bætt varnarleikinn okkra til muna. Leikmennirnir sem komu inn á í leiknum gerðu gæfumuninn, þær unnu leikinn. Þær komu inn á og gerðu gífurlega vel, það var gott að fá ferskar lappir inn á.

Nik segir að þriðja markið hafi unnið leikinn.

Þriðja markið vann leikinn fyrir okkur því 2-0 staðan var alltaf smá tæp. Fjórða markið var mjög gott, góðir gæðaleikmenn sem gerðu gæfumuninn og unnu leikinn fyrir okkur.“

Er alltaf jafn skrítið að mæta gamla liðinu sínu?

Þetta er þriðji leikurinn minn við Þrótt á árinu, það er alltaf smá furðulegt að koma hingað. Það er alltaf smá stress frá mér að sjá fólkið hérna, það gerist í fótbolta. En við komum hingað og unnum leikinn.

Viðtalið við Nik má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner