Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
Logi alltaf á milljón: Gerir mjög mikið fyrir minn haus
Alls ekki blendnar tilfinningar - „Held mjög mikið með Stebba"
Sverrir gerði ekki alla ánægða með skiptunum - „Það var lífsreynsla"
Útilokar ekki heimkomu - „Markmiðið mitt að komast á hærri stað"
Sér ekki fyrir sér núna að spila fyrir annað félag á Íslandi - Stefnir út
Ólafur Ingi: Ótrúlegt að þeir séu ekki enn með stig í riðlinum
Orri Steinn um lífið á Spáni: Kærastan passar upp á mig
Nýr kafli byrjað vel - „Hann er alltaf að skutla mér á æfingar"
Verið nálægt landsliðinu og núna valinn - „Draumur frá því maður var lítill"
Bestu mánuðir lífsins - „Búinn að hugsa oft út í það hversu mikið ég fór að gráta"
Gylfi Tryggva tekinn við Grindavík/Njarðvík (Staðfest)
Tryggvi skoraði með sprungu í ristinni: Næ ekki mikið að æfa
Túfa um Gylfa: Gerði allt sem hann gat til að vera klár
„Við náum aldrei að vinna þegar þeir misstíga sig"
Dóri Árna: Frederik Schram vinnur fyrir þá stig
Ásgeir Eyþórs eftir fallið: Þetta er grautfúlt
Ómar: Því miður stjórnum við ekki örlögum okkar sjálfir
Sauð á Rúnari eftir leik - „Ég var brjálaður yfir því“
Arnar Gunnlaugs: Knattspyrnuáhugamenn eru gáfuðustu stuðningsmenn í heimi
Óskar Örn: Ég er inn á vellinum því ég get eitthvað í fótbolta
banner
   fös 13. september 2024 23:36
Sölvi Haraldsson
Nik: Þær unnu leikinn
Nik, þjálfari Breiðabliks.
Nik, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er bara glaður að við náðum að vinna, þetta var ekki okkar besti leikur. Ég veit ekki afhverju það var en aðalatriðið var að við tókum þrjú stig í dag.“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-1 sigur á Þrótti í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  4 Breiðablik

Breiðablik var kannski ekki meira með boltann og að stýra leiknum þannig en þegar að þær fengu boltann sýndu þær gæðin.

Okkur leið vel. Varnarlega vorum við mjög flottar, þær sköpuðu ekkert af viti allan leikinn. Þegar við náðum að tengja saman litum við vel út, fyrstu mörkin sem við skorum spiluðum við frábærlega. Við áttum ekki nógu marga góða spilkafla í leiknum en það sýnir gæðin í liðinu. Þessir fáu spilkaflar nægðu í dag.

Nik segir að Samantha Smith hafi haft mjög jákvæð áhrif á liðið og þá einnig Kristín Dís.

Hún hefur haft góð áhrif á okkur og mun gera það í framhaldinu einnig. Það sama gildir með Kristínu Dís varnarlega sem hefur bætt varnarleikinn okkra til muna. Leikmennirnir sem komu inn á í leiknum gerðu gæfumuninn, þær unnu leikinn. Þær komu inn á og gerðu gífurlega vel, það var gott að fá ferskar lappir inn á.

Nik segir að þriðja markið hafi unnið leikinn.

Þriðja markið vann leikinn fyrir okkur því 2-0 staðan var alltaf smá tæp. Fjórða markið var mjög gott, góðir gæðaleikmenn sem gerðu gæfumuninn og unnu leikinn fyrir okkur.“

Er alltaf jafn skrítið að mæta gamla liðinu sínu?

Þetta er þriðji leikurinn minn við Þrótt á árinu, það er alltaf smá furðulegt að koma hingað. Það er alltaf smá stress frá mér að sjá fólkið hérna, það gerist í fótbolta. En við komum hingað og unnum leikinn.

Viðtalið við Nik má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner