Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
   fös 13. september 2024 23:36
Sölvi Haraldsson
Nik: Þær unnu leikinn
Nik, þjálfari Breiðabliks.
Nik, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er bara glaður að við náðum að vinna, þetta var ekki okkar besti leikur. Ég veit ekki afhverju það var en aðalatriðið var að við tókum þrjú stig í dag.“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-1 sigur á Þrótti í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  4 Breiðablik

Breiðablik var kannski ekki meira með boltann og að stýra leiknum þannig en þegar að þær fengu boltann sýndu þær gæðin.

Okkur leið vel. Varnarlega vorum við mjög flottar, þær sköpuðu ekkert af viti allan leikinn. Þegar við náðum að tengja saman litum við vel út, fyrstu mörkin sem við skorum spiluðum við frábærlega. Við áttum ekki nógu marga góða spilkafla í leiknum en það sýnir gæðin í liðinu. Þessir fáu spilkaflar nægðu í dag.

Nik segir að Samantha Smith hafi haft mjög jákvæð áhrif á liðið og þá einnig Kristín Dís.

Hún hefur haft góð áhrif á okkur og mun gera það í framhaldinu einnig. Það sama gildir með Kristínu Dís varnarlega sem hefur bætt varnarleikinn okkra til muna. Leikmennirnir sem komu inn á í leiknum gerðu gæfumuninn, þær unnu leikinn. Þær komu inn á og gerðu gífurlega vel, það var gott að fá ferskar lappir inn á.

Nik segir að þriðja markið hafi unnið leikinn.

Þriðja markið vann leikinn fyrir okkur því 2-0 staðan var alltaf smá tæp. Fjórða markið var mjög gott, góðir gæðaleikmenn sem gerðu gæfumuninn og unnu leikinn fyrir okkur.“

Er alltaf jafn skrítið að mæta gamla liðinu sínu?

Þetta er þriðji leikurinn minn við Þrótt á árinu, það er alltaf smá furðulegt að koma hingað. Það er alltaf smá stress frá mér að sjá fólkið hérna, það gerist í fótbolta. En við komum hingað og unnum leikinn.

Viðtalið við Nik má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner