Ísland - Holland í kvöld klukkan 18:45

Fótbolti.net ræddi við Jón Daða Böðvarsson, leikmann A-landsliðsins, á hóteli landsliðsins í gær. Ísland mætir Hollandi á Laugardalsvelli í kvöld.
„Að mínu mati er Holland sterkasta lið riðilsins því þeir hafi verið ryðgaðir í byrjun en möguleikinn fyrir okkur er svo sannarlega til staðar. Ég held að Hollendingar mæti vitlausir í þennan leik en ég hugsa að þetta verði jafn leikur," sagði Jón Daði.
„Holland er með heimsklassa leikmenn og það gerir verkefnið skemmtilegra. Við berum virðingu fyrir þessu liði en við megum ekki gleyma því að þetta eru mannverur eins og við."
Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir