Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 13. október 2019 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ari Freyr: Þessi barátta og liðsheild geta komið okkur langt
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er enn möguleiki. Við vonum bara að Frakkar taki Tyrkina," sagði Ari Freyr Skúlason, bakvörður landsliðsins, eftir naumt tap gegn Frökkum á föstudagskvöldið.

Ísland er sex stigum frá Frakklandi og Tyrklandi í undankeppni EM 2020 þegar þrjár umferðir eru eftir af riðlinum.

Ísland mætir á morgun Andorra á meðan Frakkland spilar við Tyrkland. Ísland þarf að vinna síðustu þrjá leiki sína og treysta á það að Frakkland vinni Tyrkland annað kvöld.

Ari sagði að íslenska liðið gæti byggt á 1-0 tapinu gegn Heimsmeisturum Frakklands.

„Við getum klárlega byggt á þennan leik þó við höfum ekki verið mikið með boltann. Þessi barátta og þessi liðheild getur komið okkur langt - hún hefur gert það áður."

Eftir að hafa tapað 4-2 gegn Albaníu í leiknum áður, var íslenska liðið mun sterkara varnarlega gegn Frakklandi.

„Það sem við höfum gert síðustu sjö árin er að vera þéttir til baka og vinna í skyndisóknum og föstum leikatriðum. Það kom okkur á tvö stórmót og ef allt fellur með okkur núna, ef við höldum áfram með sama viðhorf og við höfðum í dag, þá efast ég ekki um að við förum á EM á næsta ári," sagði Ari Freyr.

Viðtalið við hann er í heild sinni hér að neðan.
Ari Freyr: Ekki eins og það hafi einhver úr Víkingi Ó. komið inn
Athugasemdir
banner
banner
banner