Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 13. október 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Hamren: Hreifst af Andorra gegn Tyrklandi og Frakklandi
Icelandair
Erik Hamren.
Erik Hamren.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er öðruvísi verkefni en samt sem áður stór áskorun. Við spiluðum fyrst við heimsmeistarana og núna mætum við liði eins og Andorra," sagði Erik Hamren landsliðsþjálfari þegar hann tók til máls á fréttamannafundi í dag.

Ísland fær Andorra í heimsókn í undankeppni EM annað kvöld eftir 1-0 tap gegn heimsmeisturum Frakka í fyrrakvöld.

„Eins og sást á úrslitum þeirra gegn Frökkum og Tyrklandi þáer erfitt að vinna þá. Við reiknum em ða það verði erfitt að brjóta þá á bak aftur á morgun. Ég er viss um að við séum klárir í slaginn."

„Það eru mikil vonbrigði eftir leikinn gegn Frökkum því að liðið og leikmennirnir verðskulduðu meira þar. Ég finn að þeir eru hungraðir í að vinna leikinn og vonast eftir góðum úrslitum hjá Frökkum (gegn Tyrkjum) svo það ráðist í síðasta landsleikjaglugga ársins hverjir fara á EM."


Andorra tapaði í síðasta mánuði naumlega gegn Tyrkjum á útivelli þar sem eina mark leiksins kom undir lokin. Liðið tapaði einnig 3-0 gegn Frökkum í síðasta mánuði.

„Ég hreifst af því hvernig þeir spiluðu í Tyrklandi og Frakklandi og við búumst við erfiðum leik á morgun. Þeir vinna vel sem lið og verjast vel. Það er styrkleiki þeirra. Þeir eru hættulegir í skyndisóknum og í föstum leikatariðum. Ég ber mikla virðingu fyrir Andorra. Þeir gera liðunum sem þeim mæta erfitt fyrir. Við búumst við erfiðum leik á morgun þar sem verður erfitt að skora mörkin sem við þurfum að skora. Þetta er allt öðruvísi leikur en gegn Frökkum en risastór áskorun," sagði Hamren.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner