Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 13. október 2019 18:53
Baldvin Már Borgarsson
Lima um ummæli Alfreðs: Við erum stoltir af okkar fótbolta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ildefons Lima, fyrirliði Andorra sat fyrir svörum á blaðamannafundi rétt í þessu. Á fundinum var Lima spurður út í ummæli Alfreðs fyrr í morgun þar sem Alfreð sagði Andorra vera pirrandi lið og sérfræðinga í að fara í taugarnar á andstæðingum sínum.

„Við erum lítið lið frá litlu landi en við erum stoltir af okkar fótbolta, við spilum okkar fótbolta á okkar styrkleikum alveg eins og Ísland spilar sinn fótbolta á sínum styrkleikum.''

„Við erum ánægðir eftir sigurinn okkar gegn Moldóvum, á morgun spilum við gegn mjög góðu liði sem tapaði bara 1-0 gegn heimsmeisturunum.''


Hentar það Andorra að spila gegn Íslandi þar sem Íslendingar hafa ekki alltaf verið góðir í því að stjórna leikjum?

„Ísland er betra en Moldóvía, við verðum að spila okkar leik og Ísland er að fara að vera meira með boltann, við þurfum að finna leiðir til að nýta tækifærin okkar.''

„Á morgun ætlumst við til þess að halda áfram okkar góðu spilamennsku á útivelli, við áttum góða leiki gegn Frökkum og Tyrkjum á útivelli og við viljum halda áfram þeim góða varnarleik á morgun.''

Þess má geta að Andorra tapaði 1-0 í Tyrklandi og 3-0 í Frakklandi.
Athugasemdir
banner
banner