banner
   þri 13. október 2020 10:46
Magnús Már Einarsson
Birkir Bjarna: Spilaði ekki þar sem mikið var í gangi
Icelandair
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Staðan er þannig að ég er leikmaður Brescia," sagði íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason á fréttamannfundi í dag.

Birkir hefur ekkert komið við sögu í byrjun tímabils hjá Brescia en hann var orðaður við Sion í Sviss á dögunum.

Birkir segir að forráðamenn Brescia hafi ekki viljað láta hann spila í byrjun tímabils meðan framtíð hans var í lausu lofti.

„Það var mikil óvissa í lok gluggans, þó að glugginn sé ekki búinn að loka alls staðar. Þeir tóku ákvörðun um að láta mig ekki spila í ljósi þess að það var mikið í gangi hjá mér persónulega."

„Það var ákvörðun sem þeir tóku en eins og er þá er ég leikmaður Brescia og ég horfi á það þannig þangað til eitthvað gerist."


Hinn 32 ára gamli Birkir kom til Brescia í janúar en liðið féll úr Serie A í sumar.
Athugasemdir
banner
banner