Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 13. október 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Donnarumma fékk sér tyggjótattú af merki Milan
Gianluigi Donnarumma
Gianluigi Donnarumma
Mynd: EPA
Gianluigi Donnarumma, markvörður Paris Saint-Germain, fékk sér svokallað tyggjótattú af merki ítalska félagsins Milan í ítalska sjónvarpsþættinum Le lene á dögunum en hann ætlar að gera það varanlegt síðar.

Donnarumma ólst upp hjá Milan og spilaði sex tímabil með aðalliði félagsins áður en hann samdi við Paris Saint-Germain.

Stuðningsmenn Milan hafa ekki fyrirgefið Donnarumma, sem fór á frjálsri sölu, en þeir bauluðu á hann er Ítalía spilaði í Þjóðadeildinni á dögunum.

Það fór fyrir brjóstið á Donnarumma sem vonast þó til þess að þeir fyrirgefi honum einn daginn. Hann fékk sér svo tímabundið húðflúr af Milan-merkinu á handlegginn.

„Ég mun alltaf elska þá og verð alltaf með Milan í hjarta mínu en ég var svolítið vonsvikinn þegar það var flautað á mig. Ég eyddi átta árum hjá Milan og það verður alltaf tilfinningaríkt að koma aftur á San Síró. Ég ólst uppi hérna og verð alltaf stuðningsmaður félagsins. Maður gleymir ekki átta árum si svona. Vonandi fær ég betri móttökur næst," sagði Donnarumma.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner