Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
   sun 13. október 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dalic: Verðum að spila betur í næstu leikjum
Dalic hefur verið við stjórnvölinn hjá Króatíu síðustu sjö ár og náð frábærum árangri með verulega sterkri kynslóð fótboltamanna.
Dalic hefur verið við stjórnvölinn hjá Króatíu síðustu sjö ár og náð frábærum árangri með verulega sterkri kynslóð fótboltamanna.
Mynd: Getty Images
Zlatko Dalic landsliðsþjálfari Króatíu var ekki sérlega ánægður með spilamennsku sinna manna þrátt fyrir 2-1 sigur gegn Skotlandi í Þjóðadeildinni í gær.

Króatar voru sterkari aðilinn heilt yfir en rétt mörðu 2-1 sigur. Króatía er því í öðru sæti riðilsins, með 6 stig eftir þrjár umferðir.

„Ég vil óska strákunum til hamingju og þakka stuðningsfólki fyrir stuðninginn. Ég er ánægður með stigin en ég er ekki sérstaklega sáttur með spilamennskuna. Sem betur fer náðum við í þrjú stig," sagði Dalic.

„Við vorum ekki nógu góðir, þetta er ekki króatíska landsliðið sem við erum vanir að sjá. Að lokum unnum við leikinn og það skiptir mestu máli, en við verðum að spila betur í næstu leikjum.

„Við vorum betri í fyrstu tveimur umferðunum gegn Portúgal og Póllandi heldur en í dag. Við þurfum að gera betur."

Athugasemdir
banner