Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
banner
   mán 13. nóvember 2017 07:30
Magnús Már Einarsson
DanKeepers - Toppskóli fyrir markverði í Danmörku
watermark
Mynd: Dankeepers
watermark Frá hægri Erik Nieuwenhuis frá Hollandi, Þorsteinn Magnússon og Ivo Rivera frá Argentínu.
Frá hægri Erik Nieuwenhuis frá Hollandi, Þorsteinn Magnússon og Ivo Rivera frá Argentínu.
Mynd: Dankeepers
DanKeepers stendur fyrir námskeiði fyrir markverði í Nivå í Danmörku um páskana. Um er að ræða námskeið fyrir stráka og stelpur á aldrinum 8-20 ára.

Námskeiðið fer fram sunnudaginn 25. mars til þriðjudagsins 27. mars.

Fyrir markmenn sem vilja fá topp kennslu þá er þetta málið.

Gríðarlega reyndir þjálfarar frá topp klúbbum í Englandi, Evrópu og Suður-Ameríku þjálfa markverðina. Allir eru velkomnir, óháð því á hvaða getustigi þeir eru.

Pálmi Rafn Arinbjörnsson markvörður hjá Njarðvík og U15 ára landsliði Íslands er búinn að skrá sig á námskeiðið á næsta ári og líklegt er að fleiri Íslendingar bætist í hópinn.

Nánari upplýsingar: Hafa samband við Þorsteinn Magnússon markmannsþjálfara Grindavíkur 690-2910. Þorsteinn hefur verið að vinna fyrir Dankeepers.

Einnig er hægt að senda tölvupóst á til [email protected]

Facebook: DanKeepers

Umsögn um námskeiðið

Kristófer Leví Sigtryggsson (fór á námskeið í apríl og október)
Geggjuð reynsla að fá að vera með topp þjálfurum frá mismunandi löndum. Frábær aðstaða á báðum stöðum, góður matur og gæði í æfingunum. Mæli virkilega mikið með þessu.

Hvað er innifalið?
Morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur
Ávextir, snarl og drykkir
Æfingar með topp þjálfurum í Evrópu
Myndbandsupptökur af völdum æfingum
Hörkuæfingar sem eru vel skipulagðar
Leiklíkar æfingar
Viðburðir utan vallar
Keppnir

Aðeins takmarkaður fjöldi sæta er í boði á námskeiðið.

Verð er 48.900 krónur en þá er ekki innifalið flugfar.
Athugasemdir
banner
banner
banner