DanKeepers stendur fyrir námskeiði fyrir markverði í Nivå í Danmörku um páskana. Um er að ræða námskeið fyrir stráka og stelpur á aldrinum 8-20 ára.
Námskeiðið fer fram sunnudaginn 25. mars til þriðjudagsins 27. mars.
Námskeiðið fer fram sunnudaginn 25. mars til þriðjudagsins 27. mars.
Fyrir markmenn sem vilja fá topp kennslu þá er þetta málið.
Gríðarlega reyndir þjálfarar frá topp klúbbum í Englandi, Evrópu og Suður-Ameríku þjálfa markverðina. Allir eru velkomnir, óháð því á hvaða getustigi þeir eru.
Pálmi Rafn Arinbjörnsson markvörður hjá Njarðvík og U15 ára landsliði Íslands er búinn að skrá sig á námskeiðið á næsta ári og líklegt er að fleiri Íslendingar bætist í hópinn.
Nánari upplýsingar: Hafa samband við Þorsteinn Magnússon markmannsþjálfara Grindavíkur 690-2910. Þorsteinn hefur verið að vinna fyrir Dankeepers.
Einnig er hægt að senda tölvupóst á til [email protected]
Facebook: DanKeepers
Umsögn um námskeiðið
Kristófer Leví Sigtryggsson (fór á námskeið í apríl og október)
Geggjuð reynsla að fá að vera með topp þjálfurum frá mismunandi löndum. Frábær aðstaða á báðum stöðum, góður matur og gæði í æfingunum. Mæli virkilega mikið með þessu.
Hvað er innifalið?
Morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur
Ávextir, snarl og drykkir
Æfingar með topp þjálfurum í Evrópu
Myndbandsupptökur af völdum æfingum
Hörkuæfingar sem eru vel skipulagðar
Leiklíkar æfingar
Viðburðir utan vallar
Keppnir
Aðeins takmarkaður fjöldi sæta er í boði á námskeiðið.
Verð er 48.900 krónur en þá er ekki innifalið flugfar.
Athugasemdir